Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
séu þar rædd þau mál, sem lögð eru fyrir fund, og hafa
allir meðlimir jafnan atkvæðisrétt í þeim.
Hver félagsmaður getur borið upp nýja félagsmenn til
inntöku í félagið og skal um þá greidd atkvæði á sama
fundi og þeir eru bornir upp. Enginn fær inngöngu í
félagið nema % þeirra manna, sem á fundi eru, greiði
atkvæði með þeim.
Hver félagsmaður borgi 2 krónur í árstillag og skal það
afhent gjaldkera fyrir miðjan nóvembermánuð ár hvert.
Aðalfund skal halda 10.-12. nóvember og þá kosin
þriggja manna stjórn til eins árs. Þeir, sem setið hafa í
stjórninni í 3 ár, eru ekki skyldir að taka móti kosningu í
næstu 3 ár. Lögmætur er fundur, þegar helmingur þeirra
manna, sem atkvæði eiga, eru mættir.
Formaður skal sjá um að reglum þessum, ásamt öðru í
lögunum, sé fylgt. Hann kveður menn til fundar, setur þá
og stýrir þeim. Hann birtir á fundum skriflegar uppástung-
ur og hvað annað er þurfa þykir. Hann safnar atkvæðum
og lýsir yfir úrskurðum félagsmanna og skýrir frá efnahag
og ástandi félagsins á aðalfundi.
Lög þessi voru samþykkt 19. febrúar 1905 og voru þá
23 félagsmenn mættir.
IV
Á stofnfundinum 12. janúar 1901 var, eins og áður greinir,
lögð fram skipulagsskrá að styrktarsjóði sjómanna, og segir
þar að sjóðurinn sé í árslok 1900 kr. Eins og fyrr getur var
Bjarni Jóhannsson kosinn fyrsti féhirðir félagsins, en hann
lést 1902. Ritari félagsins, sem þá var eins og áður Ingólfur
Jónsson verslunarmaður, skrifar föður sínum, Jóni Borgfirð-
ingi, eftirfarandi 22. mars 1902:
Nýdáinn er hér Bjarni Jóhannsson skipherra, stórríkur
maður eftir okkar mælikvarða. Hann hefur látið eftir sig
erfðaskrá, hvar hann gefur, eftir að kona hans hefur