Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
teknanna, og skal hann ávallt ávaxtaður, annaðhvort á
þann hátt að keypt séu fyrir hann bankavaxtabréf eða
önnur bréf, er landsjóður ábyrgist að einhverju leyti, eða
hann þá lánaður gegn jarðarverði eftir reglum um lán af
fé ómyndugra.
3. gr. í>eim 4/s ársteknanna, sem afgangs verða sam-
kvæmt 2. gr., má verja til að hjálpa sjómönnum, sem
framfærslurétt eiga í Stykkishólmi, ekkjum þeirra og
börnum, verði þeir hjálparþurfi vegna veikinda, ellilas-
burða eða annarra ósjálfráðra atvika, enda hafi þeir
reynst dugandi menn og séu reglusamir. Beri óvanalegt
slys að höndum má verja öllum árstekjunum það árið til
styrktar eftirlátnum ekkjum og börnum hinna látnu. Sé
hinsvegar enginn styrktur eitthvað árið skal leggja allar
árstekjurnar við höfuðstólinn og ekkert af því aftur taka,
er við hann hefur verið lagt.
4. gr. Stjórn Sjómannafélagsins Ægis hefur á hendi
stjórn styrktarsjóðsins meðan árgjöld félagsmanna renna
eins og nú til styrktarsjóðsins. Verði breyting á því eða
leysist félagið sundur hverfur stjórn styrktarsjóðsins undir
hreppsstjórnina í Stykkishólmshreppi, sem þó aldrei má
blandast saman við sveitarstjórnina.
5. gr. Stjórn styrktarsjóðsins úthlutar styrkveitingum af
tekjum sjóðsins samkv. 3. gr., að svo miklu leyti sem fé
er fyrir hendi, þegar á þarf að halda. Hún gætir eigna
sjóðsins og ábyrgist þær og býr til reikning um tekjur og
gjöld sjóðsins innan 31. janúar ár hvert fyrir næstliðið ár.
Reikninginn skal senda sýslumanninum í Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu til úrskurðar innan febrúarmánaðarloka
næst á eftir, og skal síðan birta reikninginn í einhverju
opinberu blaði fyrir aprílmánaðarlok sama ár.
V
Gert er ráð fyrir því í lögunum að haldnir séu fimm mál-
fundir á ári yfir vetrarmánuðina. Lítið varð úr þeirri ætlan.