Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 37
SJÓMANNAFÉLAGIÐ ÆGIR í STYKKISHÓLMI
35
Á þeim tímum voru sjómennirnir aðeins tryggðir fyrir
400 krónur, sem greiddust eftirlifandi skyldmennum
þeirra á 4 árum, og voru þetta ekki miklar bætur. Þegar
þessi sorglegu slys urðu í apríl 1906 voru margar ekkjur
og munaðarlaus börn, sem þurftu styrktar við. í Reykja-
vík var því efnt til samskota og safnaðist mikið fé á
skömmum tíma. Samskotanefndin syðra var svo hugul að
senda okkur hér vestra 1500 krónur til útbýtingar til
þurfandi aðstandenda þeirra, sem fórust á kútter „Krist-
jáni“, og var þetta fé sent sóknarprestinum í Stykkis-
hólmi, séra Sigurði prófasti Gunnarssyni, en hann fékk
Jón verslunarstjóra Egilsen og mig til þess að sjá um út-
hlutun á þessu fé ásamt sér. Okkur kom þá saman um að
brýn þörf væri ekki til að úthluta meiru en 1000 krónum
af upphæð þessari, en 500 krónur yrðu geymdar til síðari
ráðstöfunar ef stórslys bæri að höndum.
Nú hefur slíkt, sem betur fer, ekki hent, en fyrrnefndar
500 krónur verið lagðar inn á sparisjóðsbók nr. 339 við
Sparisjóðinn í Stykkishólmi og hafa því nú legið þar á
vöxtum í 33 ár, og er upphæðin við lok síðasta árs kr.
2.186.50 - tvö þúsund eitt hundrað áttatíu og sex krónur
og 50 aurar.
Síðan þetta gjörðist eru komin tryggingarlög sjómanna,
svo að nú má segja að bætur þær, sem aðstandendur
drukknaðra sjómanna fá, séu það miklar, að slíkra auka-
sjóða sé varla þörf til frekari styrktar þeim, en með því að
þessum ofannefnda sjóði var ætlað það hlutverk að styrkja
skyldulið drukknaðra sjómanna og þær forsendur, sem
þá voru fyrir hendi til söfnunar fjárins, eru fallnar burtu,
virðist það hendi næst að ráðstafa þessum sjóði til þess að
koma í veg fyrir, ef hægt væri, að slysin yrðu á sjónum,
t.d. með því að styrkja sundkennslu ungra manna. Með
því nú að meðnefndarmenn mínir eru báðir dánir, hef ég
í samráði við góða menn leyft mér að gjöra þá ráðstöfun,
að ofanrituðum sjóði, sem stendur inni á bók nr. 339 í