Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
Sparisjóði Stykkishólms, kr. 2.186.50, sé varið til bygg-
ingar sundlaugar í Stykkishólmi og til styrktar sund-
kennslu, og til þess að koma þessu í framkvæmd og sjá
um sjóðinn hef ég ákveðið að afhenda hann 5 manna
nefnd í Stykkishólmi, sem séu þessir menn: Sóknarprest-
urinn í Stykkishólmi, séra Sigurður Ó. Lárusson, Sig-
urður Ágústsson, kaupmaður, Sigurður Steinþórsson,
kaupfélagsstjóri, Stefán Jónsson, skólastjóri, og Oddur
Valentínusson, hafnsögumaður.
Þessu til staðfestu undirrita ég nafn mitt, Stykkishólmi
22. nóvember 1940.
Guðmundur Jónsson.
VII
Þrem árum síðar eða á fundi, sem haldinn var 24. janúar
1943, var kosin nefnd til að athuga og gera tillögur um, hvort
félaginu skuli haldið áfram og á hvaða hátt eignum þess
varið, ef það yrði lagt niður. Varð hún ásátt um eftirfarandi
tillögur, er lagðar skyldu fyrir félagsfund:
Þar sem sjómannafélagið hefur ekki starfað neitt um
langan tíma og þar sem ekki virðist neinn áhugi meðal
sjómanna fyrir því að halda félaginu áfram, leggjum við
til að það verði lagt niður og eignum félagsins varið til
sjóðmyndunar til styrktar sundlaugarbyggingar hér í
Stykkishólmi. Skal sjóðurinn geymdur og ávaxtaður
undir umsjón hreppsnefndar og í hennar vörslum, þar til
tækilegt er, að dómi hreppsnefndar, að hefja byggingu
sundlaugarinnar.
Enn liðu þrjú ár, því það er ekki fyrr en 1. apríl 1946, að
10 meðlimir í Sjómannafélaginu Ægi tjá sig samþykka fram-
angreindri tillögu og að félagið verði þá jafnframt lagt niður.
- Loks er það 19. janúar 1948, að Kristján Bjartmars, þáver-
andi oddviti, tekur við eignum sjómannafélagsins fyrir hönd