Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 45
ÆSKUMINNINGAR FRÁ RÚFEYJUM KRINGUM 1920
43
geymd til Þorláksmessu. Svo var fullur hjallur af lúðurikling
og harðfiski og rafarbeltum og þorskhausum.
Vefnaður
Þegar búið var að ganga frá slátrinu, fóru þær amma og
mamma að útbúa í vefstólinn, amma spann allan þráð, en
mamma ívafið. Þá hafði hún um sumarið látið okkur krakk-
ana týna heilmikið af sóleyjum og fíflum og gráa mosanum
af steinunum. Svo litaði hún bandið úr þessu, bæði gult úr
sóleyjum og brúnt úr mosanum. Svo blandaði hún saman
mosa og fíflum og fékk mjög fallega liti og hún litaði líka úr
litardufti sem fékkst í pökkum. Einnig fékk hún lyng af landi
og litaði úr því.
Svo setti amma upp í vefstólinn og var ég í mörg ár með
henni að rétta henni þegar hún var að draga í höföldin. Það
var talið í höföldin eftir kúnstarinnar reglum, og var ég alveg
búin að læra að setja upp salónsvefnað, en mamma óf mikið
salónsteppi. Sé ég eftir að eiga ekkert eftir hana, en hún
bæði gaf þetta út í loftið og seldi stundum. Þetta voru mjög
falleg teppi, allt ívaf litað og unnið af mömmu. Svo ófu þær
vaðmál í rekkjuvoðir í rúmin, þær voru hvítar og einnig óf
mamma í hversdagsbuxur á karlmennina og í milliskyrtur,
en það var úr tvisti sem var keyptur í Flatey í verslun þar.
Þetta varð allt að vera búið fyrir áramót, en þá tók við að
vinna úr ullinni upp á næsta ár.
Húslestrar
Það voru lesnir húslestrar á hverju kvöldi frá veturnóttum og
fram á vor, en alltaf sungnir sálmarnir og öllum líkaði vel að
hlusta á þá sungna. Húslestrarnir á sunnudögum voru óskap-
lega langir. Stundum komu gestir á meðan verið var að lesa,
en á sunnudögum var lesið kl. 12. Ef gestir komu þá nýbyrj-
að var að lesa, var þeim vísað á sæti í baðstofunni þar sem
lesið var og urðu þeir að hlýða á lesturinn hvort sem þeim
líkaði betur eða verr.