Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
Jólahald
Snemma var búið að mjólka og gefa kindunum, allt varð að
vera búið fyrir kl. 6 og allir urðu að vera komnir í sparifötin
áður en farið var að lesa. Þá var kveikt á jólatrénu sem var
með 24 kertum, þannig að það var mjög bjart í baðstofunni,
og við hlustuðum með ánægju á jólaguðspjallið og blessaða
jólasálmana, sem ennþá eru sungnir um jólin. Þegar búið
var að lesa og allir voru búnir að þakka fyrir lesturinn og
óska gleðilegra jóla, þá fór amma að úthluta jólagjöfunum og
pabbi spilunum og kertapökkunum. Við fengum kannski
líka nýjan kjól eða fallega svuntu og alltaf svarta sauðskinns-
skó með hvítum bryddingum og fallegum leppum, sem við
prjónuðum sjálfar stelpurnar, fallega leista með fallegum
röndum.
Alltaf á jóladagsmorgun færði mamma öllum kaffi eða
kókó í rúmið og kúffulla diska af kökum. Þetta var nú vel
þegið, því venjulega voru ekki kökur með kaffinu. En þetta
var mikið meira en nokkur gat torgað, svo þetta var eins og
með jólamatinn, geymt og nartað í þetta.
Við máttum aldrei spila eða ólátast á aðfangadagskvöld,
en á jóladag var allt í lagi. Þá fóru allir í ýmiskonar leiki og
spil og var mjög gaman. Við vorum boðin inn í Rauðseyjar
á milli hátíðanna, það var næsta byggða eyjan og var Gísli
náfrændi pabba. Allt það fólk voru yndislegir nágrannar og
það var mjög gaman að fara þangað. Fyrst var þar heilmikil
veisla, súkkulaði og kaffi og ótal kökusortir, svo var farið í
leiki og dansað. Síðan komu Rauðseyingar aftur til okkar
um áramótin. Þetta var allt yndislegt.
Aramót
Á gamlaárskvöld og svo líka á þrettándanum voru útbúin
blys fyrir okkur krakkana heima frá því ég man eftir mér.
Gjörði það ungur maður sem var ættaður úr Ólafsvík. Hann
var heilsulítill og átti að vera sér til hressingar heima, og
öllum þótti vænt um hann, mér sérstaklega. Hann útbjó