Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 51
ÆSKUMINNINGAR FRÁ RÚFEYJUM KRINGUM 192(1
49
blysin og mitt blys var stærst af öllum blysunum, enda gat ég
ekki borið það, en ég var ánægð ef Steini minn bar það og ég
hékk í honum. Svo fór allur skarinn, 6-7 krakkar og Steini,
upp á hól og þar var kveikt á blysunum.
Þá varð að passa vel að vera ekki þar sem vindurinn stóð
á bæjarhúsin, svo neistaflug kæmist hvorki í þökin sem voru
torfþök, eða í heygarðinn. Steini minn passaði þetta alit
samviskusamlega. En einu sinni fór nú ekki vel. Það var ansi
mikill stormur og þegar hæst stóð athöfnin og allir sungu af
hjartans lyst: „Brenna blysin skær, brakar ís og snær“,
komst nú ekki kórinn lengra því þá fýkur allt ofan af blysinu
mínu, sem Steini hélt á, ofan af hólaklettinum. Hann hélt
bara á berri stönginni, en öll hin blysin sem krakkarnir voru
með loguðu lengi. Steini minn huggaði mig og sagði að það
skyldi verða betra á þrettándanum.
Okkur þótti mjög gaman að sjá blys og brennur í eyjunum
í kring og eins á Skarðströndinni. Pað var oft farið að safna
í brennur snemma á haustin. Einu sinni sjá Skarðstrendingar
að það er heilmikið bál á Reynikeldu löngu fyrir jól en þar
bjuggu 3 eldri manneskjur og unglingspiltur. Er fólkið sér
logann halda allir að bærinn sé að brenna og menn drífur að
eftir því sem hægt var, þá voru ekki bílar. Svo er þeir komu
að, þá hitta þeir strák og spyrja hverju þetta sæti. Pá segir
strákur: „Ég kveikti í brennu, það var bara prufa“. Hann var
auðvitað skammaður og kom þetta ekki fyrir aftur.
Pað var haft kveikt á jólatrénu bæði á gamlárskvöld og
eins á þrettándanum og þá vorum við líka með blys. Svo var
allt tekið saman og aftur var dimmt í baðstofunni okkar, en
við áttum nokkuð lengi kertin og minningarnar um jólin
okkar.
Kennsla
Eftir hátíðarnar voru fengnir kennarar í nokkrar vikur til að
kenna krökkunum. Jóhannes úr Kötlum var hjá okkur og í
Rauðseyjum til skiptis veturinn 1918. Hann var ekki nema
19 ára. Það voru eldri krakkarnir heima sem nutu hans