Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
Þar sem kópaveiði var veruleg, vor eða haust, eða
hvorttveggja, var ekki hægt að nýta nema lítið eitt af
matnum meðan hann var nýr. Annað varð að salta, reykja,
eða súrsa, og lýsi mátti geyma um tíma, eins og nánar
verður lýst.
3. Sumsstaðar hagaði þannig til að fullorðinn selur, bæði
landselur og útselur, veiddist á ýmsum árstímum eða
skyttur öfluðu til heimilisnota eftir hendinni - stundum í
trássi við lög. Megnið af þeim matföngum sem féllu til á
þennan hátt hefur verið notað nýtt á mannmörgum heimil-
um. Kjöt af fullorðnum sel er þó misgott og þótti verri
matur en af kópum. Nýting þess lagðist því miður af að
mestu, miklu fyrr en kópakjötsins.
Hér í Skáleyjum var mikil vorkópaveiði, sáralítil haust-
kópatekja en um veiðar á fullorðnum sel hefur ekki verið að
ræða á seinni tímum, nema stöku sel sem fórst í netunum.
Hér verður því lýst nýtingu vorkópanna fyrst og fremst. Eins
og áður segir eru þeir veiddir í júní. (Vegna lokunar skinna-
markaðs hafa veiðar lagst niður að mestu núorðið).
Ef vel veiddist og hlýtt var í veðri þurfti að halda vel á
spöðunum við verkun skinna og matar, ef ekkert átti að
skemmast. I svölu veðri þola kóparnir bið í nokkra daga
óYlegnir, enda koma þeir vel kældir úr sjónum.
Gengið var í aðgerð þegar safnast hafði fyrir. Skinnið er
flegið af með hníf, og þó að þar þurfi aðgæslu til að skemma
ekki skinnið getur vanur maður, sem búinn er að ná fullri
leikni, flegið allt að 8 kópa á klst. ef vel er staðið að verki.
Annar maður tekur þá gjarnan við og afspikar sem kallað er.
Pá er spikkápunni flett utan af skrokknum, haus og útlimir
skornir af og innyfli tekin úr honum. Það verk tekur svip-
aðan tíma og fláningin. Góður landselskópur er 25-30 kg að
þyngd. Lætur nærri að þeirri þyngd megi skipta í þrjá
nokkuð jafna hluta; Vi kjöt, Vi spik og Vi skinn, svið og inn-
yfli. (Svið: haus og útlimir)