Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 67
EIN AF MÖRGUM MATARHOLUM
65
fyrr en selurinn er brytjaður í pottinn. Væri illa til reyking-
arinnar vandað gat „hanginn selur“ orðið hinn versti matur.
Það gilti raunar um saltselinn líka ef hann var illa verkaður.
Vansaltaður selur geymist illa og verður vondur. Líklega var
ekki óalgengt að hann yrði óvinsæll af þeim sökum. Ég þyk-
ist muna eftir ávæningi af því viðhorfi hjá eldra fólki í mínu
ungdæmi. Jafnvel hefur mér dottið í hug að sá siður að éta
sel á laugardögum sé af þessu sprottinn, fólk hafi sætt sig við
vondan mat vegna væntingar um góðan mat daginn eftir.
En sem dæmi um viðhorfið til selsins má tilfæra hér gamalt
vísukorn. Þar er greinilega ort um reyktan og illa verkaðan
sel.
Guðjón Jónsson, bróðir Péturs fræðimanns á Stökkum,
var bráðger en dó kornungur. Eitt sinn þegar hann var barn
eða „táningur“ sat hann yfir mat sínum ásamt heimilisfólki í
baðstofunni í Efribænum hér í Skáleyjum. Heyrðist hann þá
tauta, þar sem hann sat á rúmi sínu:
Selur þrár og súldaður,
sótugur, fúll og þefslæmur,
morkinn, úldinn, myglaður,
mannaskíti líkastur.
Ekki var matvendni talin til dyggða þar á bæ og Pétur
Steinsson bóndi spurði strangur hvað hann léti sér eiginlega
um munn fara. „Æi, ég held þetta sé einhver vísuskömm
eftir hann Pál skálda“, á þá Guðjón að hafa svarað.
Pó að selur sem fæðutegund fengi þannig stundum á sig
óorð og óvinsældir, hefur hann löngum verið eftirsóttur til
manneldis, eins og hann á fyllilega skilið. Um það vitna
sagnir, vísur og gömul orðtök. (Selur er sæla í búi, o.fl.) Pá
sem vanist hafa sel í æsku langar jafnan í hann eftir það, og
áberandi finnst mér að flest borgarbörn sem hingað koma til
dvalar komast fljótt á bragðið og verða sólgin í sel, þótt þau
fúlsi við ýmsum öðrum „sveitamat“.