Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
verið látinn bíða, og held ég að konur sem best kunnu til
verka hafi saltað hann rækilega. Vera má að saltið hafi
valdið útfellingu þannig að syrjan hafi skilist betur frá lýsinu
og botnfallið. Að lokum var lýsið síað. Lag af hreinþvegnu
togi var lagt í gatasigti og lýsinu hellt þar á. Má vera að það
hafi verið endurtekið eftir þörfum.
Að síun lokinni var lýsið látið á flöskur, þeim lokað með
góðum tappa, blautt steinbítsroð sett þar ofan yfir og bundið
kyrfilega. Þetta var loftþéttur umbúnaður, og væru flöskurn-
ar geymdar á dimmum og köldum stað geymdist lýsið
óskemmt, hve lengi veit ég reyndar ekki. Einhver syrja
(fótur) settist undir í flöskunum en að öðru leyti var lýsið
spegiltært og hreint (ekki gult).
Bræðingur var síðan búinn til á eftirfarandi hátt: Hnoð-
aður mör var bræddur og flotinu hellt í ílát. Áður en það
storknaði var sellýsinu bætt í það og hrært í. Ekki veit ég
hver blöndunarhlutföllin voru en Lúðvík Kristjánsson nefnir
V4-V3 af lýsi. Þegar mörflot storknar í íláti setjast hamsarnir
á botninn. Það sama gerðist með bræðinginn, en væri hrært
í honum þar til hann var byrjaður að storkna mátti hindra
það. Lýsið í bræðingnum gerði hann kraman og eftir því
kramari sem meira var haft af því. Var þá hægt að smyrja
með honum rúgbrauð og rúgkökur eins og með smjöri. Hann
var notaður sem viðbit með brauði - ekki hveitibrauði - í
stað smjörs, en ekki síst með harðfiski. Góður bræðingur
var ágætis matur.
Eitt sinn kynntist ég framámanni í landbúnaði og íslensku
þjóðlífi, ættuðum af Norðurlandi. Þetta var sigldur og
menntaður heimsmaður, en þegar hann vissi hvaðan ég var
tjáði hann mér að ekkert langaði sig jafn mikið í og gott sel-
lýsi í bræðing. Þess viðbits söknuðu bragðlaukar hans svo
sárlega frá æskuárum nyrðra. Ef ég man rétt mun hann hafa
talað um að þar hafi lýsið líka verið notað út á soðinn fisk,
en það kannast ég ekki við að gert hafi verið hér um slóðir.
Annarsstaðar veit ég að þorskalýsi var haft út á fisk.
Ég mun hafa getað útvegað manni þessum sellýsisflösku