Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 73
EIN AF MÖRGUM MATARHOLUM
71
en um það leyti mun þó notkun þess hafa lagst niður hér.
Þetta atvik vakti hjá mér áhuga eftir á, og ég fór að spyrja
móður mína nokkuð löngu síðar um þessa „lýsisgerð“, sem
ég reyndar mundi vel eftir. Pað sem sagt er hér að framan er
byggt á þessu tvennu, eigin endurminningum og því sem
mamma lýsti fyrir mér. Því miður gerði ég hvorugt, að skrifa
niður eftir henni eða spyrja nógu grannt um einstök atriði,
t.d. saltnotkunina, hvort lýsisgrauturinn var látinn bíða lengi
áður en hann var síaður o.s.frv. Ég vona samt að lýsing mín
sé ekki röng, en hún hefði þurft að vera ýtarlegri.
í sambandi við bræðinginn ætla ég að bæta við stuttri frá-
sögn. Meðan heyskapur var stundaður í úteyjum hér var
legið við í tjaldi heilu vikurnar og lifað við skrínukost. Harð-
fiskur og rúgbrauð voru stór þáttur í því mataræði. Ekki var
kosturinn skammtaður að öðru leyti en því að hver maður
hafði sitt ílát með feitmeti til vikunnar. Þetta voru lítil tréílát
með áfelldu loki, ýmist sporöskjulaga stafaílát eða þau voru
kassalaga. Þetta voru kallaðir dallar. Þegar útilegufólkið
kom heim um helgar var fyllt í dallana. í annan enda þeirra
var drepið smjöri sem fyllti u.þ.b. hálfan dallinn, vandlega
mótað og sléttað, líklega 0.5-0.8 kg. í hinn endann var
síðan rennt bræðing sem kominn var að storknun. Eitthvað
voru dallarnir misstórir, eftir því hvort þeir voru ætlaðir
körlum, konum eða unglingum. Þótt bræðingur þætti góður
tóku flestir smjörið fram yfir. Það fór svo eftir forsjálni
manna hvernig þeir nýttu skammtinn. Sumir voru fljótir að
klára smjörið og sátu að bræðingnum í vikulokin, aðrir not-
uðu hvorttveggja jöfnum höndum en þeir þriðju gæddu sér
á smjöri eftir að hafa lokið við bræðinginn.
Önnur frásögn varðandi selspik: Þegar ég var krakki hafði
ég fullkomna óbeit á þeim mat og gat ekki étið hann. Ég
horfði með vanþóknun á garnla fólkið háma það í sig með
soðnum harðfiski og undraðist þá lyst. Eitt sinn var hálf-
blindur öldungur í heimsókn, fyrrverandi sægarpur og sveit-
arhöfðingi. Vegna blindunnar var honum hjálpað að brytja á
disk sinn, en á borðum voru fyrrnefndir réttir sem honum