Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 76
Ólafur Elímundarson
Umræður um selinn
Inngangur
Á 1. Ráðgjafarþinginu, 1845, kom fram bænarskrá varðandi sel-
veiðar, en var lítið rædd. Á næstu þingum urðu talsverðar umræður
um friðun á sel, aðallega við Breiðafjörð. Sýndist sitt hverjum um
þær, allt frá því að vera samþykkir algerri friðun á veiðum með
byssum og því að vera hlynntir algeru frelsi hvað það snerti, og voru
það að sjálfsögðu hagsmunir viðkomandi sem réðu afstöðu þeirra.
Þeir sem mesta hagsmuni voru taldir hafa vildu algera friðun fyrir
„byssuskotum“ og vildu halda áfram „gömlu aðferðinni" við veið-
arnar, þeirri aðferð sem um aldir hafði verið notuð og var talin
tryggja það að ekki væri gengið á stofninn. En nýir tímar voru
gengnir í garð.
Þraung og straung takmörkun
Á 16. fundi Alþingis 21. júlí 1847 lagði forseti þess fram til
undirbúningsumræðu álit nefndarinnar um Veiðilögin og
afhenti það varaforseta þingsins, Jóni Johnsen, (1806-1881)
þingm. Árnessýslu, sem nefndin hafði kosið sem fram-
sögumann sinn, og las hann það upp. Segir þar að nefndin
hafi stuðst við það sem grundvallarreglu að landeigandi eða
sá sem gengur í hans stað, eigi allan veiðirétt á viðkomandi
jörð, hinsvegar sé veiði landdýra og fugla allflestra víðast
hvar átölulaus og tíðkuð af hverjum sem vill, en með tak-
mörkunum samkvæmt konungsúrskurði frá 17. júlí 1816.
Tveir nefndarmanna, Þórður Jónasson (1800-1880) yfirdóm-
ari, konungkjörinn, og Jón Guðmundsson, (1807-1875),