Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
Framsögumaður nefndarinnar, Jón Johnsen, gerði grein
fyrir skýrslu úr Barðastrandarsýslu varðandi friðun á sel,2) er
send hafði verið embættismannanefndinni árið áður, þar
sem skýrt var frá helstu selategundum sem Breiðfirðingar
hefðu arð af, en það væri látraselur og útselur. Arður af sela-
veiðum var í skýrslunni sagður vera 4 til 5 þúsund dalir
árlega, við Breiðafjörð, og væri það eigi alllítið. Þá væri
athygli nefndarmanna vakin „á drápsaðferð þeirri, sem
farin er að tíðkast á selunum,“ en það séu selaskotin er byrj-
uðu við Breiðafjörð fyrir um 20 árum, og séu svo skaðleg að
innan fárra ára verði engin selveiði lengur, ef öflugar
skorður verði ekki viðreistar. Skotmenn þessir hafi sér til
málsvarnar líkar ástæður og „æðarfuglsmorðingjarnir“, eng-
inn geti helgað sér sel sem sé út um allan sjó, og nóg sé af
honum, og þykjast mega þetta meðan löggjafinn banni það
ekki.3) í skýrslunni segir ennfremur að fullur þriðjungur
þeirra sela sem skotnir eru náist ekki. Þeir flýi eða sökkvi.
Þessi aðferð við svo vara og skynuga skepnu sem selinn sé
því „hin skelfilegasta, hrellíngarmesta og stopulasta“. Engin
veiðiaðferð sé því eins örugg, hagkvæm og stöðug sem nóta-
veiðin fyrir láturselinn, uppidrápið fyrir útselinn og ráin eða
næturnar fyrir vöðu- eða hafselinn, og lögin eigi að vernda
og friða alls konar sel allan ársins hring fyrir skotum.4)
Engan sel má skjóta
Guttormur Vigfússon (1804-1856), varaþingmaður fyrir
Suður-Múlasýslu, gat þess um hreindýrin, sem Þingeyingar
og Múlasýslumenn hefðu töluverðar nytjar af að áliti þing-
manns Borgfirðinga, kæmu nær byggðum þegar haustaði í
hundraða eða jafnvel þúsunda tali. Erfitt væri að komast að
þeim og ef takmarka ætti veiðiréttinn á þeim, gæfi enginn
maður sig fram til veiðanna, „því fljótlæti þeirra líkist meir
fugla en ferfættra dýra;“ og þau væru ekki ranglega sett í
tölu óargadýra, af því að þau gerðu meiri skaða en svari arði
þeim er menn hafi af þeim: „þau eru þegar búin að gjöreyða