Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
Bænarskrá þessi er skrifuð í aprílmánuði árið 1847 og 38
manns skrifa þar nöfn sín. Þar er efstur á blaði Þorleifur
Jónsson (1781-1853) prestur, aðrir skrifa einungis nöfn sín,
að undanskildum þremur sem skrifa bóndi á eftir nafni sínu,
en enginn skrifar heimilisfang sitt. Ein kona skrifar þarna
nafn sitt, Þórey Gunnlaugsdóttir. Samkvæmt manntali 1845
er hún fædd í Rípursókn í Norðuramti, 59 ára gömul, kona
Þórðar Thoroddsens, bónda að Reykhólum, 67 ára, fædds í
Sauðlauksdalssókn. Þau munu hafa verið foreldrar Jóns Thor-
oddsens (1819-1868) skálds. Þórður hefur verið fallinn frá
1847. Þorleifur Jónsson, 65 ára, var prestur í Gufudals-
sókn.10) í bænarskránni segir m.a.:
Oss er næsta hughaldið um, að mál þetta öðlist áheyrslu
og meðhald, og þess vegna ítrekum vér enn aptur bæn
vora og skorum fastlega á Yður að þér veitið oss fylgi og
fulltýngi Yðvart til, að eptir fylgjandi atriði öðlist laga-
gildi:
1. Að eingan sel af hvörju kyni sem er, og hvörn árstíma
sem er, meigi með nokkursslags skotvopni - að rá og
skutli frátöldu - skjóta á öllum Breiðafirði eins og
ræður Látrabjarg norðvestanfram og Búlandshöfði
sunnanvert. -
2. Að öll afbrot gegn þessarri friðun selsins ákjærist og sé
eins með farið sem opinber Politie mál, og sekt til
fátækra, auk annara sekta, verði ei gjörð minni, en
hinn skotni selur verður matinn að verðaurum.
Skrifað í Apríl mánuði 1847.U)
Á 17. fundi 22. júlí 1847 fór fram önnur umræða. Þar voru
lagðar fram nokkrar breytingartillögur við nefndarálitið og
urðu miklar umræður. Tíu alþingismenn tóku til máls auk
forseta, og 14 ræður voru fluttar, flestar langar. Að lokum
var samþykkt með 17 atkvæðum, mótatkvæða ekki getið, að
biðja um nefndarálitið „sem lög með nauðsynlegum breyt-
íngum“.12)