Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 81
UMRÆÐUR UM SELINN
79
Jarðeigendur einir
Á 32. fundi Alþingis, 4. ágúst 1849, afhenti fulltrúi konungs,
Páll Melsteð (1791-1861) amtmaður, sem komið hafði til
landsins 29. júlí og var nú loksins mættur til þings, forseta
þingsins, Jóni Sigurðssyni, (1811-1879) þingm. ísafjarðar-
sýslu, sem einnig kom til landsins sama dag, og alþingismönn-
um hina konunglegu tilskipun um veiði á íslandi, er hann
hafði kvöldið áður fengið með Eyrarbakkaskipi. Vegna anna
hafði að hans sögn ekki verið búið að ganga frá henni, er
hann fór frá Kaupmannahöfn.l3)
í veiðilögum þessum, sem áður er minnst á í sambandi við
æðarfuglinn, segir svo í 1. grein m.a.:
Á íslandi skulu héðan í frá jarðeigendur einir eiga dýra-
veiði og fugla, nema öðruvísi sé ákveðið í tilskipun þess-
ari.14)
í 16. grein segir að menn megi skjóta vöðusel og annan
farsel eða veiða í nótum, hvar sem er „og þó ekki nær annars
manns landi enn hundrað faðma tólfrætt frá stórstraums
fjörumáli, þar sem nótlög eru, né heldur skjóta nær eggveri
eða látrum, enn áður segir.“15) Á þessu þingi, 1849, kom
fram bænarskrá úr Gullbringusýslu um fisk- og hákarla-
veiðar þilskipa, eins og síðar verður greint frá. Að öðru leyti
voru veiðimálin ekki rædd frekar á því þingi. Á Pjóðfund-
inum 1851 voru engar umræður um Veiðilögin, en það var
bætt upp með umræðum á þinginu 1853, 4. ráðgjafarþing-
inu. Þá drifu að bænarskrár um breytingar á þeim.
Ófullkomnir menn
Á þriðja fundi Alþingis 4. júlí 1853 var lögð fram bænarskrá
úr Snæfellsnessýslu með 31 nafni undirskrifenda.16) Hún er
undirrituð í apríl 1853. í bænarskrá þessari segir að það sé
sannað af reynslunni að veiðilagatilskipunin frá 20. júní 1849
sé ekki einhlít til að útiloka dráp sela of nærri varpeyjum,
selalögnum og látrum. Þessi seladráp séu öllum til tjóns og
eyðileggingar, engum til gagns nema einstaklingum um tíma,