Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
Flatey, og tengdasonur Sveinbjarnar Egilssonar (1791-
1852) rektors, kvað sama ætti að gilda um selinn og æðar-
fuglinn, sem nú væri friðaður um allt land.
Jón Jónsson sagði mikinn mun vera á sel og æðarfugli, og
þeir væru sitthvors eðlis, þar sem æðarfuglinn væri að miklu
leyti taminn.
Ásgeir Einarsson (1809-1885) bóndi á Kollafjarðarnesi,
þingmaður Strandasýslu, kvaðst vera því hlynntur að Breiða-
fjörður að minnsta kosti yrði friðaður.
Jón Sigurðsson hreppstjóri í Tandraseli mælti með því að
einnig yrði friðað út af Mýrum, þar sem þar væru notaðar
nótalagnir og stundað uppidráp, þótt ekki væri selur
friðaður um allt land.
Jón Jónsson kvaðst ekki vilja koma í veg fyrir hagnað
Breiðfirðinga og Vestfirðinga, en hann vildi ekki banna sel-
veiði á þeim stöðum þar sem engin hætta væri búin látraveiði
eða vörpum.
Forseti bar undir þingið hvort kjósa ætti nefnd í málið og
var það samþykkt með 17 atkvæðum gegn 4. í nefndina voru
kosnir: Fórður Sveinbjörnsson, (1786-1856) konungskjör-
inn, 12 atkvæði, Ólafur Sívertsen þingmaður Barðastrandar-
sýslu, 12 atkvæði, og Jón Jónsson hreppstjóri, 9 atkvæði.iy)
Eins og ær og kýr í búfjárhögum
Á 6. fundi Alþingis, 8. júlí 1853, tilkynnti forseti þingsins,
Jón Sigurðsson, að Pórður Sveinbjörnsson hefði skýrt sér frá
því að hann hefði verið kosinn formaður nefndarinnar um
Veiðilögin.2ll) Á 11. fundi þingsins 15. júlí tilkynnti forseti að
nefndarálit í málinu viðvíkjandi Veiðilögunum lægi fyrir til
undirbúningsumræðu. Framsögumaður nefndarinnar, Ólafur
Sívertsen, mundi lesa það upp. Nefndarálitið er dagsett á
Alþingi 12. júlí 1853 og undirritað af nefndarmönnum.21* í
því segir að 4 aðrar bænarskrár hafi borist Alþingi varðandi
friðun selsins; úr Mýra- og Hnappadalssýslu,22) Dalasýslu,22'
Barðastrandarsýslu,24) og eru þær í aðalatriðum sama efnis