Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
móðurinni líf, þó hún flækist í nótinni, og skera heldur
nótina utan af henni til skemmda, en að drepa hana; eins
er gjört við útselinn, að þó kópurtan liggi hjá kópi sínum
uppi á eyjum eða skerjum, þegar menn fara að sækja haust-
kópana, svo er henni óáreittri lofað, að bjarga sér með
hægð til sjóar, þó alhægt væri að ná henni. Með þessum
hætti er bæði landsels- og útsels-urta viss að koma árið
eptir, ef hún hefur ei að öðru leyti verið hvekkjuð eða
svipt lífi. Eigendur vorkópa- og haustkópa-veiðinnar
meta því eins mikils, að við halda lífi kópurtunnar, eins
og lífi búfénaðarins, kýrinnar og ærinnar.28'
Framsögumaður kvað nefndina álíta að bann við skoti á
sel, látursel og útsel, mundi vel ganga víðast hvar í kring um
landið, en kvað ekki óhæfilegt fyrst um sinn að fresta beiðni
um slíkt bann. Jón Sigurðsson hreppstjóri kvað nefndar-
menn hafa gleymt bænarskránni úr Mýrarsýslu. Nefndir ættu
að segja álit sitt á öllum bænarskrám, en þessi hafi einungis
fjallað um Breiðafjörð, útmálað arðsemi selsins þar, sem
hann gjarna vilji trúa, þó að varla sjáist af jarðamatinu á
Breiðafirði „að þessi ábatasama selainnstæða hafi þá fylgt
jörðum þar.“ Ef þingið færi fram á friðun á öllum Breiða-
firði til Öndverðarness, þá geri hann að tillögu sinni að sama
friðun nái frá Öndverðarnesi og að Akranesskaga. Þórður
Jónasson yfirdómari, konungkjörinn, kvað það ætíð hafa
þótt miklu skipta að staðfesta væri í löggjöfinni og vand-
kvæðum bundið að vera alltaf að breyta lögunum. Veiðilögin
væru aðeins þriggja ára gömul. Hann kvaðst ekki sjá knýj-
andi ástæður til þess að fara nú að breyta þeim einungis fyrir
þrjár sýslur í Vesturamtinu. Þó væri meira sem mælti með
friðun fyrir allt landið en í einstökum sýslum.29)
Hannes Stephensen sagði „að friða ætti sel eins og æðar-
fugl, þar eð hann að sínu leyti væri eins arðsamur, og enn
almennara gagn af honum“, og þá um allt landið.
bórður Sveinbjörnsson sagði nefndina ekki hafa verið svo
stórhuga að hún vildi fara að friða selinn um allt land, heldur
aðeins þar sem nauðsynin væri mest. Hann áliti vafasamt að