Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 87
UMRÆÐUR UM SELINN
85
„bænheyrsla" fengist fyrir því, og best væri að fara ekki fram
á meira en þörf væri á.
Stefán Jónsson (1802-1890), Reistará, þingm. Eyjafjarð-
arsýslu, kvað eðlilegt að hver og einn vildi færa sér veiðina
í nyt og óska þess að lögin væru sér í hag. Hann sagði Eyfirð-
inga veiða bæði með byssu og skutli, eftir því sem á stæði, en
þó Breiðafjörður yrði friðaður, þá þætti Eyfirðingum kyn-
legt ef þeir mættu ekki skjóta sel vegna þess að hann væri að
sögn ættaður úr Breiðafirði. Hann sagði nefndarmenn álíta
að annar eins skaði mundi hljótast af selaskoti eins og ef bú-
smali bóndans væri drepinn niður. Hann teldi aftur á móti að
féð mundi fljótt týna tölunni ef lömbin væru öll drepin, en
þannig færu Breiðfirðingar að, hvað selinn snerti. Þeir dræpu
hvern kóp sem þeir gætu.3(l)
Eiríkur Kúld hélt að þingmaður Eyfirðinga hefði ekki
skilið nefndarálitið. Hann áleit að nefndin hefði gert heppi-
lega samlíkingu í þessu tilliti, eins og hann þekkti til á
Breiðafirði.
Hannes Stephensen kvaðst skyldu sýna þingmanni Eyfirð-
inga markið á selnum þegar hann væri búinn að sýna sér
mark einstakra manna á æðarfuglinum.
Eingmaður Eyfirðinga kvað fuglinn þekkja best átthaga
sína sjálfur.
Eiríkur Kúld sagði þingmann Eyfirðinga ekki vera á móti
því að skjóta sel þar sem ekki væri látur, en hann ætti eftir
að sanna það að þar sem ekki væri látur núna gæti ekki orðið
látur. Pað yrði að skoða bannið á móti selaskotinu sem stofn
þann er færði ávöxt, en ávöxturinn, þ.e. veiðin, kæmi því
aðeins að stofninn væri ekki eyðilagður.
Guðmundur Brandsson (1814-1861) hreppstjóri í Landa-
koti á Vatnsleysuströnd, þingmaður Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, sagði einungis nokkra menn úr Vestfirðingafjórðungi
hafa beðið um fullkomna friðun selsins fyrir byssuskotum
„og væri því mjög varúðarvert, að fara því fram, að forn-
spurðum meira hluta þjóðarinnar.“31)
Jón Sigurðsson hreppstjóri kvað það vera hentugust lög