Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 90
BREIÐFIRÐINGUR
allt land, þar sem enginn fulltrúi væri mættur til þingsins
fyrir Múlasýslur, og hann áleit að nefndin hefði gert rétt að
takmarka þessa friðun við Breiðafjörð.34)
Magnús Andrésson (1790-1869) hreppstjóri í Syðra-Lang-
holti, þingmaður Árnessýslu, kvaðst vera ókunnugur sel-
veiði af eigin reynslu, en hann væri fremur hlynntur nefnd-
arálitinu.
J.P. (Pétur) Havsteen (1812-1875) amtmaður í Norður-
og Austuramtinu, konungkjörinn, kvaðst vona að þingið
greiddi ekki fyrir því að selur yrði friðaður um allt land, þar
sem ekki sé um það beðið úr þremur fjórðungum landsins.
Guðmundur Brandsson spurði hvort skot á eitthvað annað
en selinn, til dæmis teistu eða svartfugl, fældi hann ekki eins
mikið og skot á hann sjálfan.
Framsögumaður nefndarinnar, Ólafur Sívertsen, svaraði
því til að Breiðfirðingar hefðu tekið eftir því að selurinn
styggðist ekki þó að skotið væri á önnur dýr, ef hans eigið
kyn yrði ekki fyrir árásum. Sama sé um æðarfuglinn að
segja, hann hræðist ekki, þótt óvinir hans séu áreittir.
Jóni Kristjánssyni (1812-1887) presti í Ysta-Felli, þing-
manni Suður-Þingeyjarsýslu, fannst mjög „ógeðfellt fyrir
þingið“ að fjalla aftur og aftur um sömu löggjöfina, og áleit
hann það skaðlegt. Sumir vilji hafa selinn friðaðan til þess að
drepa hann, en meina öðrum drápið.
Hannes Stephensen kvað menn vilja friða æðarfuglinn til
þess að halda honum lifandi, en selinn til þess að geta drepið
hann. Engin arðsvon sé af sel nema með dauða hans.35)
Framsögumaður nefndarinnar, Ólafur Sívertsen, sagði
eftirfarandi:
Það heyri eg, að sumir álíta allt annað að friða sel og friða
æðarfugl fyrir byssuskotum. Mér þykir það vorkun í
fljótu bragði, því þeir hugsa ei leingra fram, en svona:
æðarfuglinn úngar út og verður gamall og er allur látinn
lifa, en selkóparnir eru veiddir. En eg bið menn að gæta
þess, er hinn heiðraði þíngmaður Borgfirðínga sagði fyrir
skömmu. Menn lesa æðarfuglseggin saman, og snæða