Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 100
98
BREIÐFIRÐINC.UR
Ásgeir Einarsson sagði fádæmi koma á móti fádæmum,
skotmenn hafi varla gætt hófs né laga við skot á seli.
Forseti lét málið ganga undir atkvæði, - 18 greiddu
atkvæði gegn því að nefnd yrði kosin, 3 voru meðmæltir
nefnd. Var málið þar með fallið. 10 ræður voru fluttar í
þessum umræðum og 7 tóku til máls.53)
Siðferðileg spilling
Á 4. fundi Alþingis, 8. júlí 1871, voru lagðar fram tvær bæn-
arskrár frá Snæfellsnesi. Fyrri bænarskráin var með 52
nöfnum, skrifuð að Þingvöllum á Þórsnesi og dagsett 3. dag
júnímánaðar 1871.:>4) Sú síðari var frá 31 undirskrifanda úr
Neshreppum Ytri og Innri og úr Eyrarsveit um breytingu á
Veiðilögunum eða selveiði á Breiðafirði.55) Bænarskrárnar
voru teknar til umræðu á 5. fundi Alþingis 10. júlí. Flutn-
ingsmaður var þingmaður Snæfellinga, Egill Egilson (1829-
1896).
í þessum skjölum segir að það sé alkunna að þau lög sem
menn eigi bágt með að hlýða og auðvelt sé að ganga á svig
við, séu til siðferðilegrar spillingar. Þetta eigi við um selveiði-
bannið, eða skot á seli innan línu frá Bjargtöngum og Önd-
verðarnesi. Eignarrétt beri að virða og hann eigi að njóta
laganna verndar, en jafnt fyrir alla. Þrátt fyrir selskotabann-
ið hafi arður af látrum og lögnum ekki aukist, miðað við
veiði þá sem stunduð var með byssu. Veiði þeirra sem fengu
lagða einokun á þessa veiði hefur einungis staðið í stað, jafn-
vel farið minnkandi á sumum stöðum. Þetta er sagt vera eðli-
legt, þar sem margir hafi byssur og smjúgi innan um eyjar og
sker til þess að skjóta, heldur en að stunda selveiðar á útsjó,
sem meira beri á, og selurinn flýi frá þessum stöðum.
Áður fyrr hafi þetta verið arðsamt, samfara lítilli verka-
töf, fátækir menn, er eigi gátu verið á vertíðum, höfðu af
þessu hagnað. Þessi veiði megi ekki vera einokuð til hags-
muna fyrir einstaka menn sem búi á hlunnindajörðum. Þetta
bann hnekki einnig öðrum atvinnuvegi, hákarlaveiðunum.