Breiðfirðingur - 01.04.1992, Qupperneq 101
UMRÆÐUR UM SELINN
99
Selur til beitu sé nú ónógur, oft ófáanlegur, torsóttur og dýr.
Skaði að þessu sé mikill. Bent er á að æskilegt væri að herða
á sektum við skotum á friðlýstum lögnum, og að aðeins á til-
teknum tíma, t.d. frá miðjum nóvember og fram í miðjan
mars, sé heimilt að fara með byssu á sjó til veiða. Þá er því
mótmælt að afbrotum gegn þessum lögum sé framfylgt sem
opinberum lögreglumálum. Hið opinbera hafi engar skuld-
bindingar á hendi til þess að taka að sér að gæta veiðiréttar
einstakra manna. Kostnaður við þetta sé greiddur af almanna
fé. Farið er fram á að Veiðilögin frá 22. marz 1855 verði sem
fyrst lögð niður og einnig tilskipunin frá 20. júní 1849, varð-
andi afbrot gegn selveiðilögunum.56)
Seinni bænarskráin er „Úr Neshreppum utan og innan
Ennis og Eyrarsveit, dagsett 8. dag júní 1871,“ en ekki stað-
sett nánar.
Segir þar að það sé „viðurkenndur sannleiki meðal allra
siðaðra þjóða, að einungis þau Iög eður lagasetningar, sem
byggð eru á náttúruréttindum og réttarmeðvitund þeirri,
sem býr í brjósti eins og sérhvers manns, geti heitið góð og
affarasæl.“ Ekkert sé þessu fjarlægara „í þessu tilliti hér hjá
oss“ en bréfið frá 22. mars 1855, er banni öll byssuskot á sel
fram á auðum sjó, og hamli mönnum frá „að færa sér í nyt
þá gjöf, sem drottinn hefir ætlað öllum jafnt til blessunar og
nota-,“ en öll lög sem ekki eru höfð í heiðri og sem ekki er
hægt að sjá um að sé hlýtt, verði aldrei nema til spillingar.
Lögin frá 1855 séu ósanngjörn og hlutdræg, og þau séu orsök
meiri fátæktar og volæðis.
Undir þessari bænarskrá er 31 nafn. Umræður virðast
engar hafa orðið um þessar tvær bænarskrár, og fellt var að
skipa nefnd í málið, en atkvæðafjölda með og á móti er ekki
getið.57)
Að dingla með byssu á baki
Þannig lauk afskiptum Ráðgjafarþinganna varðandi selveið-
ar. A 3. þingi Löggjafarþinganna, 1879, lagði þingmaður
Snæfellsnessýslu, Þórður Þórðarson, (1828-1899) Rauð-