Breiðfirðingur - 01.04.1992, Qupperneq 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
kollsstöðum, fram Frumvarp til laga um að nema úr lögum
opið brjef 22. marz 1855, um bann gegn byssuskotum á sel á
Breiðafirði.
Flutningsmaður kvað bannið hafa þótt „óeðlilegt,“ það
miðaði að því að „friða heilan flóa,“ og ætti sér hvergi ann-
arsstaðar stað í kring um ísland. Hann kvað alla vera sam-
mála um það að ekki eigi að leyfa „að skjóta sel nærri látrum
og lögnum,“ en þegar algert bann sé þá fari menn í kring um
lögin og bannið nái ekki tilgangi sínum, og óeðlilegt sé „að
banna mönnum að skjóta fyrir landi sínu, eða úti á flóa“.
Þórarinn Böðvarsson (1825-1895), 2. þingmaður Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, kvað sig muna rétt að hafa „sjeð ávarp
um þetta efni frá þeim fundi, sem er merkilegur fyrir það, að
hann er frjóvsamastur allra funda á landinu að ávörpum og
uppástungum, það er frá Þórsnessfundi.“ Þórarinn kvaðst í
þremur landsfjórðungum ekki hafa heyrt menn „halda með
skotum á sel, að minsta kosti ekki aðra, en þá, sem ekkert
annað hafa getað unnið, en að dingla með byssu á bakinu og
hleypa púðri og höglum í sjóinn“. Hann kvað það vera
aðgætandi að Breiðafjörður væri „sjerstakur flói, þar sem
hinn mikli og vissi arður er af uppidrápi á sel ... því að þarna
má ganga að selnum og rota kann ske 100 seli á klukku-
stund; en væru byssuskot leyfð, þá væri hægt að leiða rök að
því, að aröurinn af veiðunum yrði margfallt minni og má ske
enginn.“
Guðmundur Einarsson kvað þetta vera „sannarlegt vanda-
mál, það er peningamál, það er atvinnumál.“ Hann kvað sel-
inn vera „eitt hið vitrasta og varasta dýr um sig; og veiði á
honum verður að fara fram með gætni og hægð... Á Breiða-
firði er arðurinn mjög mikill, um 4000 kr. á ári (Margir:
meiri! meiri!)... og þessi arður er svo viss, vissari en af
kúnni í fjósinu eða ánni í kvíunum... Eptir 3 til 4 ár væri
alveg eyddur þessi vissi afli, sem nú fæst af selnum, ef leyst
væri bannið“.
Tryggvi Gunnarsson (1835-1917) þingmaður Suður-Múla-
sýslu, taldi „óhentugt að drepa selinn með byssuskotum, því