Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 103
UMRÆÐUR UM SELINN
101
að það mun eins ástatt með hann, eins og ef farið væri að
skjóta æðarfuglinn. Pað væri stundarhagur fyrir einstaka
menn, en þá mundi fljótt eyðast arðsamari og stöðugri hagur
fyrir öðrum.“ Tryggvi bað menn að íhuga hvort friðun á
selnum stæði „í vegi fyrir almennari og arðsamari veiði á
Breiðafirði, það er fiskveiði.“ Hann kvaðst oft hafa heyrt á
ferðum sínum „til og frá landinu“ hjá mönnum frá Breiða-
firði að fiskileysið þar væri selnum að kenna.
Flutningsmaður, Pórður Pórðarson, kvað alla vita „að sel-
urinn er rándýr, sem eltir og fælir burt fisk og silung.“
Varaforseti þingsins, Grímur Thomsen, skáld (1820-1896)
1. þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, sagði þingmann
Dalamanna telja arðinn af selveiðinni vera „4000 kr., og ef
það er rjett , sem sumir segja, að óhætt sje að tífalda þá tölu,
(Nei! það er ofsagt!), þá sje jeg ekki ástæðu til, að eyðileggja
þennan arð fyrir annan óvissan.“
Flutningsmaður kvað það vera fleiri en tómthúsmenn og
verslunarþjóna sem vildu fá þetta bann numið úr lögum,
„það væru bændur, og meira að segja, það væru einnig lagna-
eigendur, og gæti hann því til sönnunar skírskotað til bæn-
arskrár, er komið hefði til þingsins 1875 frá 14 lagnaeig-
endum á Breiðafirði.“
Fleiri þingmenn tóku til máls, en þegar gengið var til
atkvæða „var málinu hrundið frá annarri umræðu með 15
atkv. gegn 5.“58)
Skáldaleikur
Mál þetta kom aftur til umræðu á 19. fundi Alþingis 1881.
Þingmaður Snæfellsnessýslu, Holger Clausen, (1831-1901),
flutti Frumvarp til laga um afnám fyrirmæla í opnu brjefi 22,
marz 1855, um selaskot á Breiðafirði. Allmiklar umræður
urðu um þetta mál og flutningsmaðurinn hélt langa ræðu.
Hann kvað þessi lög aldrei hafa komið að eiginlegum
notum, aldrei gert gagn en valdið „óbætanlegum“ skaða.
Hann sagði:
„Það stendur svo á því, að síðan hætt var að skjóta.