Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
heldur selurinn ekki lengur fast við lagnirnar og látrin, en
heldur sig eins mikið fyrir utan þær stöðvar. Sumstaðar,
þar sem áður fengust 90 kópar, fást nú ekki nema 50, og
þannig hafa allir haft skaða á þessum selalögum. Selurinn
er skynsamt dýr, og hverfur þaðan, sem hann er skotinn,
en kemur þangað, sem hann er ekki skotinn. Nú þegar
hann þarf ekkert að óttast, heldur hann sig eins mikið
fyrir utan eins og inn við lagnirnar og látrin. Pannig gjöra
þessi friðunarlög óbætanlegan skaða, þau lög, að friða
þessi naut, sem ganga gegnum sjóinn.“
Guðmundur Einarsson taldi margt af því sem flutnings-
maður sagði vera „sprottið af misskilningi og vanþekk-
ingu... Sumt af því, sem hinn háttvirti flutningsmaður sagði,
vil jeg kalla skáldaleik, eins og það, sem hann kom fram
með hjerna um daginn, að þegar 6 menn færu á skipi, þyrftu
þeir að hafa 2 menn með barefli til að lemja selinn frá sjer og
varna því að hann hlypi inn í bátana til að bíta mennina.“