Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
Yndi af skotmennt
Á þinginu 1883 lagði Holger Clausen aftur fram Frumvarp
til laga um afnám fyrirmæla í opnu brjefi 22. marz 1855, en
kjósendur hans höfðu skorað á hann að gjöra það. Hann
sagði meðal annars:
Petta mál er - sem kunnugt er - eins konar óvinsælt mál,
því þetta kemur eins og menn vita niður á fátæklingunum
sem lifa á sjó, vegna þess að selurinn er friðaður 18 mílur
til sjós, eða 1714 mílu lengra en leyfi er til að friða fisk
við land. Það er ómetanlegur skaði, sem selurinn gjörir
mönnum sem fiska. Bændur finna hálfar lóðir með þorsk-
hausa, en selurinn hefur hirt hitt, sem vantar. Selurinn er
vissulega eins mikið bitdýr í sjó og tóan á landi. Hún er
þó ekki friðhelg enn; en það kemur kann ske!
Holger Clausen kvað fiskileysi allsstaðar hafa komið fram
„frá Öndverðarnesi til Fuglabjarga.“ (Látrabjargs) - eða á
því svæði þar sem selurinn var friðaður. „Það er aldeilis víst
að ef selurinn væri drepinn, þá sýndi það sig, að það aflast 10
sinnum meira, 100 sinnum meira af lax og fiskveiði.“
Eiríkur Kúld sagði meðal annars að Holger Clausen væri
„einhver sú bezta skytta, og þess vegna mundi hann hafa
yndi af að sýna skotmennt sína, ef hann mætti skjóta selinn
í frelsi og lagaleyfi... Hver skaut selinn í Neshreppi ytra,
þegar fiskigengdirnar voru þar mestar? Enginn... Jeg ætla
að leyfa mjer að benda þm. Snf. á að lesa þingtíðindi 1853,
og þá mun hann sjá að selaskotin eru sprottin og viðhöfð
eingöngu af mönnum, sem ekki nota aðra atvinnu en á
þennan hátt að eyðileggja arð annara; það eru tómthúsmenn
og slíkir iðjulitlir menn, sem ekki vilja reyna að bjarga sjer
með fiskiveiðum undir Jökli eða annarsstaðar.“
Grímur Thomsen sagði m.a.: „Satt er það að selur er skað-
legur fyrir laxveiðar, en hitt er alveg ósannað, að hann sje
skaðlegur fyrir fiskiveiðar.“60)
Margir þingmanna tóku til máls og héldu langar ræður, en
samþykkt var að málið gengi til 2. umræðu,61) sem fram fór