Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
til og sjaldnast sjest þar selur. Jeg veit ekki til, að þeir
Neshreppingar sjeu meiri föðurlandsvinir eða betur viti
bornir en aðrir; að minnsta kosti hef jeg aldrei heyrt þeim
hælt fyrir það.
Nr. 4 er ódagsett. Margir af þeim undirskrifuðu eiga nú
orðið eigi lagnir, sem að nokkru er teljandi; því þeir eru
búnir að eyðileggja þær með skotum.
Ef upp hefja skal opið br. 22. marz 1855, þá þarf að
breyta'tilsk. 20. júní 1849 15. og 16. gr., og að minnsta
kosti hækka sektir um allt að 8-falt, og falli 1/2 sekt til
uppljóstrarmanns. Ef opið brjef 22. marz 1855 er afnum-
ið, mætti draga línu hálfa mílu í norður frá Gassaskerjum
að Langeyjarnesi undir Klofningsfjalli og friða þannig sel
allan, sem þar er fyrir norðan, og verður þá friðuð sela-
veiðin norðan til á Breiðafirði allt inn í botn á Gilsfirði.
Selveiði að sunnan má telja hjer um bil eyðilagða af skot-
um, nema á Staðarfelli, og aðrar lagnir eru eigi teljandi á
Hvammsfirði.65)
Eiríkur Kúld sagði m.a. á 14. fundi 16. júlí: „Þótt jeg
standi nú upp, hugsa jeg samt ekki til þess, að mjer muni
takast að kveða ennþá niður þann draug, sem nú í mörg þing
hefir verið sendur hjer inn á þingið.“ Hann ræddi bænar-
skrárnar: „Tökum bænarskrána frá Eyrarsveit; hún er
undirskrifuð af 22 mönnum, og af þeim er að eins 1 að nafn-
inu til lagneigandi. Bænarskráin frá Neshreppi innan Ennis
er með 36 undirskriptum; enginn lagneigandi; bænarskráin
frá Neshrepp utan Ennis með 33 undirskriptum; enginn
lagneigandi.“66)
Á 21. fundi var Eiríkur Kúld aðalræðumaðurinn og ræddi
aftur um bænarskrárnar varðandi selveiðarnar. Hann sagði
m.a.: „Þá kemur bænarskrá, sem send hefir verið frá Stykk-
ishólmi til kjördæmis míns. Hún er eins og hinar ódagsett,
svo að ókunnugum kynni að detta í hug, hvort hún væri
samin nú eða á dögum Deukalíóns eða Nóa. En jeg get
vitnað, að hún er eigi svo gömul; því að jeg þekki höndina
á henni.“67)