Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 110
108
BREIÐFIRÐINGUR
er eins og nokkurs konar friðarengill í þessu máli, því hún
veitir báðum pörtum það, sem þeir óska eptir, og skilur
þannig við málið, að það verður ekki deiluefni framar milli
þeirra; vona jeg því, að ef hún verður samþ., þá verði það
nokkur hundr. kr. sparnaður fyrir ísland, því þá er vonandi
að sá draugur verði ekki sendur á næsta þing. - Skal jeg svo
láta úttalað um þetta mál að þessu sinni.“69)
Á fundi nr. 30, 4. ágúst 1885 var Frumvarp til laga um sela-
skot á Breiðafirði (C 266) „samþ. í einu hljóði umræðulaust,
og afgreitt síðan til landshöfðingja sem lög frá alþingi.“70^
Á Alþingi 1925 lagði Bjarni Jónsson frá Vogi fram Frum-
varp til laga um breyting á lögum nr. 32, 16. des. 1885, um
selaskot á Breiðafirði.
1. gr. laganna orðist svo:
Öll selaskot skulu hjer eftir bönnuð á Breiðafirði fyrir
innan línu, sem hugsast dregin frá Eyrarfjalli, sunnan
Breiðafjarðar, í Stagley hálfa mílu suður frá Oddbjarnar-
skeri nyrðra í Bjargtanga í Barðastrandarsýslu. Enn-
fremur á Hvammsfirði utan línu, sem hugsast dregin
þvert yfir fjörðinn, eina mílu innan Lambeyjar.71’
Hinsvegar voru þar samþykkt Lög nr. 296 um selaskot á
Breiðafirði og uppidráp. 2. grein fjallar um viðurlög en 1. og
3. eru svohljóðandi:
Öll selaskot skulu hjer eftir bönnuð á Breiðafirði og
fjörðum þeim, sem inn úr honum ganga, fyrir innan línu,
sem hugsast dregin frá Eyrarfjalli, sunnan Breiðafjarðar,
í Stagley og frá Stagley hálfa mílu frá Oddbjarnarskeri
nyrðra í Bjargtanga í Barðastrandarsýslu.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 32, 16.
des. 1885, um selaskot á Breiðafirði.72)
Það hefur gengið á ýmsu á liðnum árum, bæði hér og á
alþjóðavettvangi, varðandi selveiðar. 27. febrúar 1992 kom
fram á Alþingi frumvarp frá umhverfisráðherra og heitir:
Um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum öðrum en hvölum, og mun það trúlega einnig
fjalla um seli og selveiðar, en óráðið er hvernig því reiðir af.