Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 111
UMRÆÐUR UM SELINN
109
Lokaorð
Bænarskrárnar varðandi æðarfuglinn hlutu góðar undirtektir
hjá alþingismönnum. Næst komu bænarskrár varðandi sel-
veiðar, aðallega frá Breiðfirðingum. Peir höfðu haft góðan
arð af selveiðum „með gamla laginu“, en urðu hræddir um
útrýmingu sels þegar byssuveiðin hafði verið stunduð í
nokkra áratugi. Umræðurnar um friðun selsins urðu mun
meiri á Alþingi en umræður um friðun æðarfuglsins og mun
skiptari skoðanir.
Hjá einum þingmannanna kom fram það sjónarmið að
honum fannst „varúðarvert“ að samþykkja algera friðun
selsins, án þess að vissa væri fyrir vilja meirihluta þjóðar-
innar í því efni. Annar lagði á það áherslu að þingmenn
mættu ekki líta á hagsmuni einstakra svæða fram yfir heill
landsins alls. Sá þriðji vildi ekki að teknar væru ákvarðanir
sem varða sýslur sem ekki áttu menn á þingi, og sá fjórði
vildi ekki samþykkja tillögu frá forseta (J.S.) svo að ekki liti
þannig út að þingmenn fylgdu honum í „blindni og þegj-
andi.“
Talað var um lög sem erfitt væri að hlýða en auðvelt að snið-
ganga og siðferðilega spillingu í því sambandi. Lögin varð-
andi algera friðun á sel voru sögð ósanngjörn og hlutdræg og
vera orsök til aukinnar fátæktar.
Þarna tókust á hagsmunir þeirra sem áttu eða bjuggu á
jörðum sem lágu að sjó, þar sem voru selalagnir og látur, og
svo annarra sem höfðu aðstöðu til þess að stunda selaveiðar
með byssum.
Tilvísanir
1. Tíðindi frá alþíngi íslendinga 1847, 270-278
2. Getið í Dagbók Alþingis 1847, nr. 129, bls. 202 - en skjalið sjálft vantar
3. Tíðindi frá alþíngi íslendinga 1847, 278-283
4. Sama, 1847, 283
5. Sama, 1847, 292-293
6. Sarna, 1847, 278