Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 116
114
BREIÐFIRÐINGUR
isvcrt er að Þórbergur talar jafnan um Björgvin sem Skarðsbátinn,
en í Austur-Barðastrandarsýslu munu bátar oft hafa verið kenndir
við bæi.
Ágúst Ólafur Georgsson tók saman
Upphaf að smíði þeirra fjögurra báta sem ég bjó til í Gufu-
dalssveit var á vissan hátt sögulegra en margra annarra báta.
Haustið 1932 hóf ég smíði míns fyrsta báts heima á Hall-
steinsnesi. Fyrir áramótin var ég búinn að setja saman stafn
og kjöl og gera byrðing. Vantaði mig þá efni í bönd, beygjur,
kollharða o.fl. og varð að láta staðar numið í bili á þessum
tímum skorts og kreppu.
Svo var það dag einn, rétt eftir áramótin, að tré mikið
með sverum rótum fannst rekið á Grenitrésnesgrund, þar
sem Þorskfirðingasaga segir að Hallsteinn landnámsmaður
hafi fengið stórt rekatré eftir áheit á Þór og fórn 7 ára sonar
síns. Sagnfræðingar hafa fullyrt að Þorskfirðingasaga sé ekki
marktæk vegna þess að ekkert tré hafi rekið þarna svo vitað
sé í fleiri árhundruð og ólíklegt að tré reki inn um eyjar,
hólma og sker á Breiðafirði.
Með rekatrénu fékk ég efni í það sem mig vantaði og nýtt-
ist það í alla fjóra bátana: Borgarbát, Hallsteinsnesbát,
Brekkubát og Skarðsbát. Sumir höfðu ótrú á að nota þetta
tré í báta þar sem það rak á sama stað og Þór hafði sent Hall-
steini tréð og blótað þar til syni sínum. En notagildi þessara
báta reyndist mjög hamingjusamt.
Upphaf og undirbúningur að smíði Skarðsbátsins er eitt af
því sem mér er hvað minnisstæðast við bátasmíðar mínar.
Snemma í ársbyrjun 1938 fór ég að búa mig undir verkið, en
báturinn átti að verða allmiklu stærri en fyrri bátar mínir,
eða lítið sexmannafar með vél. Þessi vélbátastærð þótti þá
henta vel við ferðir og flutninga urn Breiðafjörð.
Ég fékk leyfi til að taka módel af bát af svipaðri stærð á
Stað á Reykjanesi, en hann var smíðaður í Hvallátrum um
1930-34. Ég bjó mig út með efni í módelin er var aðallega
kassafjalir. Heimskreppan var þá í hámarki. Áttu þær að