Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
krunkuðu með sinni rámu og hrjúfu rödd sem alltaf minnti
mann á eitthvað dautt á meðal dýranna.
„Hvað er krummi nú að segja“, varð mér að orði. Raggi
bara brosti sínu blíðasta brosi og grunaði ekkert ljótt í sam-
bandi við krumma. Áfram héldum við og fundum læk með
tæru vatni. Ó, við vorum svo þyrst. Lögðumst bæði á mag-
ann og drukkum hreint og tært fjallavatnið. Það hressti
okkur mikið, og vorum við nú létt í spori. Enga sáum við
kindina. Ég skimaði í allar áttir.
Jú, þarna sá ég tvær kindur og í sama mund heyrum við
tófu gagga ákaft. Hljóðið kom úr Helluhrauni. Þarna voru
heimkynni tófunnar. Par átti hún greni sem hún gaut í sínum
yrðlingum á vorin. Þá var hún oft skæð að bíta lömb. Ég bar
ekki hlýjan hug til lágfótu, svo mörg lömbin frá Mávahlíð
var hún búin að bíta. „Skyldi hún nú bölvuð vera búin að
bíta lömbin undan þessum ám sem voru þarna svo nálægt
greninu hennar.“ Óðfluga nálguðumst við neðri kindina.
Hún lá undir grasbarði. Þaut upp er hún sá okkur. Jú, hún
var borin. Lambið spratt einnig á fætur. Þetta var Gullkolla,
tvævetla sem var að eiga sitt fyrsta lamb. t>að var gulur
hrútur, með þó nokkuð stórum hornum. Við ætluðum að ná
lambinu en þá stappaði Gullkolla niður báðum fótum og
hvæsti á okkur og þaut af stað. Hún var mjög stygg.
Pá var það hin ærin sem var litlu ofar. Hún lá þar á mosa-
fláka undir steini. Þetta var Stutthyrna. Það var ekki eins
ánægjulegt að sjá hana. Hún var með tvö lömb í burðarliðn-
um, bæði dauð. Ég gat ekki hjálpað henni. Hér varð að
sækja mömmu. Hún var alltaf hjálparhellan ef einhvern
vanda bar að höndum hvað skepnur snerti er illa gekk með
fæðingu. Hún var einstakur snillingur við það enda átti hún
mörg sporin til þeirra líknarverka bæði heima og eins á
bæina í kring. Nú var langt heim, en það var samt eina
úrræðið.
Mig grunaði að ekki væri gott að yfirgefa ána og einnig
gæti verið vont að finna hana aftur. Ég þorði ekki að skilja
Ragga eftir hjá henni, hann var svo lítill. Hvað gat ég gert?