Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 127
KRUMMI ER ALLTAF KRUMMI
125
Jú, eitt gat ég. Sent hann heim með skilaboð, en þá varð ég
að fylgja honum niður í hlíð, þá myndi hann rata heim.
Þetta ráð tók ég. Fór með honum niður Kotengishöfða. Þar
var gott að fara niður af brúninni. Fylgdi ég honum nokkuð
áleiðis, sagði honum að fara heim með hlíðinni, vaða gilið
og ekki príla á steinum. Raggi sagði já, já við öllu, „ég get
það vel“ og skilaboðin ætlaði hann að muna. Biðja pabba og
mömmu bæði að koma. Ég biði hjá ánni sem ekki gat borið,
uppi hjá Flelluhrauni, og muna að mamma ætti að koma. Það
voru hennar hendur sem vantaði. Ég kyssti bróður minn á
ljósan kollinn, bað hann vera fljótan, og biðja þau að koma
strax. Með það skildum við og ég hélt á brattann á ný. Síðast
er ég sá til Ragga var hann kominn heim fyrir Tómagil, en
ósköp fór hann hægt, fannst mér. Auðvitað var blessaður
litli smalinn orðinn ósköp þreyttur.
Ég var aftur komin til Stutthyrnu. Hún ýmist stóð eða
fleygði sér niður. Hún mændi á mig eins og hún vænti
hjálpar frá mér en það var nú öðru nær. Ég var ekki einu
sinni með sjálfskeiðunginn minn, hafði týnt honum fyrir
nokkrum dögum. Ég hafði séð mömmu hjálpa í svona tilfell-
um. Skar hún þá stundum höfuðið af því lambinu sem hafði
orðið harðar úti, og var þá stundum hægt að bjarga hinu. En
hér stóð ég yfir blessaðri skepnunni sem þjáðist, og gat ekki
hjálpað, vonaði bara að þau færu að koma að heiman. Tím-
inn leið, enginn kom. Þetta ætlaði að verða löng bið. Ég
hafði enga klukku og vissi ekki hvað orðið var framorðið.
Loks þraut þolinmæðina. Ég þaut af stað niður á brún.
Mætti engum, hóaði og kallaði. Ekkert svar. Þaut ég nú eins
og fæturnir báru mig hart niður Bæjargang, niður alla hlíð
og heim að bæ en sá engan mann úti. Þegar ég kom inn var
fólkið að enda við að borða hádegismatinn. Klukkan á þilinu
var eitt. Nú greip mig skelfing. „Er Raggi ekki kominn
heim?“ spurði ég, það hlaut eitthvað að hafa komið fyrir
drenginn. „Ég sendi hann heim til að biðja ykkur, pabbi og
mamma, að koma“. Með það þaut ég út úr bænum aftur og
norður allt tún. Þá sá ég mér til mikillar gleði hvítan koll á