Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 131
BLÓÐSKÖMM OG ÚTBURÐUR BARNS ÁRIÐ 1609
129
þá stund sem hún lifir.“ (18, 18) Síðara ákvæðið er öðru vísi
orðað í þýðingum Gamla testamentisins frá 1912 og 1984:
„Né heldur skalt þú taka konu auk systur hennar, henni til
eljurígs, með því að bera blygðan hinnar, meðan hún er á
lífi.“ Ekki skal ég segja hvor þýðingin er nákvæmari miðað
við frumtextann, en þýðing Guðbrands hæfir betur í þessu
samhengi og er í samræmi við löggjöf og dóma á þeim öldum
sem eru til umræðu í þessari grein.
Viðurlög af hálfu guðs við blóðskömmum var líflát (sjá 3.
Mós. 20, 11-21). Ekki var þó tekið mark á því á miðöldum.
Samkvæmt kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275
missti fólk eignir sínar og varð friðlaust yrði það uppvíst að
samförum í sautján liðum, sem voru úrvinnsla á ákvæðum
Gamla testamentisins. Það taldist réttdræpt þangað til það
komst á fund biskups og samþykkti að gangast undir þungar
skriftir. Meðal liðanna sautján voru „kona bróður“ og
„systir konu manns“.' betta tvennt var lagt að jöfnu. Karlar
máttu hvorki sofa hjá systur eiginkor.u sinnar né eiginkonu
bróður síns. Konur máttu því hvorki koma nálægt bróður
eiginmanns síns né eiginmanni systur sinnar.
Undir lok 15. aldar gerðist það í Vestur-Evrópu og á
Norðurlöndum að yfirvöld fóru að taka boð 20. kafla 3.
Mósebókar um dauðarefsingu fyrir blóðskammir bókstaf-
lega. Samfarir í forboðnum liðum urðu dauðasök. Á íslandi
birtist þessi tilhneiging í svonefndum Stóradómi frá 1564.
Vísað var í „þær 17 persónur karlmanna og kvenna að frænd-
semi og mægðum sem til eru greindar í þeim gömlu kirkju-
lögum“ og ákveðið að slíkt fólk hefði „fyrirgjört lífinu, karl-
menn höggvist en konur drekkist.“2
Dauðarefsingu fyrir blóðskömm var þó ekki framfylgt af
fullri einurð fyrr en um og eftir aldamótin 1600. Sýslumenn
og lögmenn voru hlynntir því að konungur fengi mál til með-
ferðar og að fólk gæti leyst líf sitt með gjaldi. Árið 1599 eign-
aðist kona börn með tveimur bræðrum. Henni var drekkt að
Bakkárholti í Ölfusi, „en þeir frelsuðust og héldu lífi“, líkt
og segir í Fitjaannál frá byrjun 18. aldar.3 Konan var tekin af