Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
lífi, en karlarnir sluppu. Ef til vill hafa þeir átt fé til að kaupa
sig lausa, en hún ekki. Úrslit málsins sýna að enn voru ráða-
menn tvístígandi í túlkun sinni á Stóradómi. Fáeinum árum
síðar átti það ekki lengur við og alla 17. öldina var fólk tekið
af lífi ef það varð uppvíst að samförum og barneignum í
hinum sautján liðum. Þar á meðal voru mágar og mágkonur.
Stóridómur gerði ráð fyrir því að siðferðisbrot karla og
kvenna yrðu sönnuð „með opinberum verkum eða löglegum
skilríkum vitnum eða þeirra sjálfra viljanlegri og lostugri
óneyddri meðkenning og viðgöngu.“4 Framkvæmd var þó
með þeim hætti að yfirvöld tóku ekki til sinna ráða fyrr en
þau fréttu af fæðingu barns utan hjónabands. Orðrómur
varð aðeins tilefni aðgerða ef brotið var mjög alvarlegt, helst
dauðasök.
2
A slíkum grundvelli boðaði Jón Magnússon sýslumaður
Dalasýslu þriggja hreppa þing að Ballará á Skarðsströnd 6.
október 1609.5 Hann nefndi tólf máttarstólpa sveitarinnar í
dóm og vildi fá úrskurð þeirra um það hvort hann gæti leitt
hjá sér „það ómögulega orðrykti sem bæði væri talað um
þessa sveit og aðrar til Jóns Oddssonar og þeirrar kvenper-
sónu Sigríðar Halldórsdóttur.“ Sigríður var systir Steinunn-
ar, eiginkonu Jóns, sem var bóndi í Fagurey. Dómsmenn
höfðu allir heyrt orðróminn, sem var á þá leið að Jón og Sig-
ríður hefðu eignast barn „og Jón mundi því hafa fyrirfarið.“
Sigríður átti að hafa verið ólétt, haft „kvenlega þykkt“ eins
og það var orðað, en misst hana án þess að aðrir væru við-
staddir en Jón og Steinunn. Málið snerist því um samfarir
karlmanns og systur konu hans.
Öll þrjú mættu fyrir rétti að Ballará, auk Ragnhildar Egils-
dóttur móður þeirra systra. Jón og Sigríður höfðu látið prest
skrifa sýslumanni, en jafnframt komið að tali við hann og
farið þess á leit að hann tæki eið af Sigríði. Hún vildi sverja
„fyrir alla menn lífs og dauða, að ei hefði óleyfða sambúð
með framið sem plagast til barngetnaðar millum kallmanns