Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 140
138
BREIÐFIRÐINGUR
stjúpföður, séra Gísla Guðbrandssonar í Hvammi. Skömmu
síðar bannaði sýslumaður honum að halda hana lengur og
hún fór á næsta bæ, Leysingjastaði:
Laðan hvarf hún á kvöldtíma og hljóp í burt með Jóni
Oddssyni. Gengu þau svo bæði vestur yfir Svínadal og
norður í Kollafjörð og héldu sig þar í einum hellir nærri
Felli, til þess þau leituðust við að komast af landinu 1610.
Og komst hann í skip með engelskum á Dýrafirði. En
hún var sett í land sakir hennar veikleika, því hún var að
falli komin og var með öngvitum og örvæntingarorðum.
Jón komst burt, giftist síðar í Englandi „og vegnaði þar
fínlega, kom og hingað undir ísland til fiski.“10 Kannski má
segja að það hafi veri ansi dæmigert fyrir karla, því dæmi eru
um 12 karla á árabilinu 1600-1740 sem létu sig hverfa eftir að
uppvíst varð um barneign þeirra með konu í forboðnum
liðum. Umhyggja fyrir eigin skinni var þeim efst í huga, en
ekki velferð barnsmóðurinnar.11
Undantekning var ef karlar sem flúðu náðust. Flestir fóru
vafalítið í skip til Englands eða Hollands og hurfu í mann-
mergðina. Konurnar sátu eftir og hlutu dóm.
Eftir að Sigríður var sett í land var hún flutt í Dalasýslu og
fengin Jóni sýslumanni. Hún var komin að falli og ól pilt-
barnið Þorleif í fyllingu tímans. Þing var haldið að nýju um
hennar mál að Ballará og henni drekkt. Heimildum ber ekki
saman um það hvenær það hafi verið. Frásögnin frá miðri
17. öld segir að aftakan hafi verið „við Hvammsfjörð á Ballar-
árhlíð Anno 1610“, væntanlega um haustið. Sá staður fær
illa staðist landfræðilega, því Ballarárhlíð veit að Breiða-
firði, en ekki Hvammsfirði, þótt ekki skeiki miklu.
Grímsstaðaannáll Jóns lögréttumanns Ólafssonar frá
miðri 18. öld segir aftur á móti að Sigríði hafi verið drekkt „í
Gerðalæknum“ við þingstaðinn að Ballará.12 Jón fæddist
árið 1691 í Efri-Langey skammt frá Ballará og kann að hafa
heyrt sagnir um aftökuna, svo líklega er rétt að láta sögu
hans um staðinn standa.
Hvað ártalið varðar segist Jóni þannig frá í annál sínum að