Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 142
140
BREIÐFIRÐINGUR
lausafé átti konungur rétt á því sem var umfram skuldir.
Hórdómssektin féll út vegna stærra brotsins, líkt og reglan
var alla tíð.14
Síðla sumars eða snemma hausts 1610 hafa Jón og Sigríð-
ur leitað úr hellinum við Kollafjörð vestur í Dýrafjörð,
kannski yfir Glámu. Par komust þau í enskt skip, en Sig-
ríður þoldi ekki við og vildi á land. Hún var svo flutt kasólétt
til sýslumanns og ól barnið. Hugsanlega hefur sýslumaður
boðað til þings strax að lokinni fæðingu, dæmt hana til
dauða og látið taka hana af lífi umsvifalaust. En það kemur
líka til greina að hún hafi notið sömu náðar og aðrar dauða-
dæmdar konur á sömu árum vegna kornabarna sinna.
Á alþingi 1605 var Þórður Egilsson hálshöggvinn fyrir að
hafa fallið með systur konu sinnar, Dýrfinnu Halldórsdótt-
ur. Um hana var dæmt „að hún skyldi líðast þá stund sem
hennar barni er hætt við lífsháska eða það er ársgamalt. En
deyi barnið fyrr þá standi hún sitt lífs straff eftir þessum
vorum dómi..,“15
Barnið mátti lifa og sama mildi réði dómis alþingis sjö
árum síðar. Þá höfðu systurnar Odda og Guðrún Ólafsdætur
báðar eignast börn með Gils Hjálmssyni, Odda fyrst, síðan
Guðrún og þá Odda aftur. Guðrúnu var leyft að færast
undan með tylftareiði, en Oddu ekki. Hana átti að taka af
lífi, en þó sett til úrskurðar höfuðsmanns „hversu lengi hans
velburdigheit vill hana líða vegna sinna tveggja brjóst-
barna.“16
Var það ríkjandi eða almenn hugmynd að ekki bæri að
taka dauðasekar konur af lífi fyrr en börn þeirra voru af
brjósti? Sé svo er sennilegt að sýslumaður hafi ekkert
aðhafst í máli Sigríðar Halldórsdóttur fyrr en um vor-
leysingar árið 1611 og þá fyrst látið drekkja henni í Gerða-
læknum, svo annað barn hennar og Jóns fengi móðurmjólk-
ina í hæfilegan tíma.
1 Kristinréttur hinn nýi. Kaupmannahöfn 1777 bls. 140-44; Norges gamle
love V bls. 40.