Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 147
KVÆÐINDIS OG SÖNGMAÐUR ÚR DÖLUM
145
prestskap í tvær reisur. Hann féll með ungri stúlku í hór-
dómi, hún var ómagi og veiktist af þeirra viðskiptum.
Síra Þorsteinn sigldi og var náðaður af kóngi. Hann var
þýskur vel [þ.e. kunni vel þýsku], predikaði í Kaupin-
hafn þar drottningin til heyrði, fekk þá hrós og lof og
komst í gunst. Hann hélt síðar Skarðsstrandarsóknir og
varð gamall maður. Hann átti fyrst Steinunni Jónsdóttur
frá Fróðá, systur Steinunnar sem Jón bróðir hans átti.
Þeirra börn: Tumas, Gísli, Guðrún, hin dóu ung og ógift.
Síðar átti hann Engilráð Eiríksdóttur. Þeirra börn
Böðvar, Eiríkur, Guðrún.
1. Tumas. 2. Gísli, átti Guðrúnu Magnúsdóttur. 3.
Guðrún, átti Jón Ketilsson á Heinabergi. 4. Böðvar, fór
í Hólaskóla og var fyrir óknytti þaðan útrekinn, sigldi og
komst upp á Bremenhólm. Hann var kvæðindis og söng-
maður mikill svo sem fleira hans fólk og svo er mælt að
drottningin hafi eitt sinn heyrt hann syngja þegar hann
var nú á Hólminum og hafi hún sagt hans rödd væri artug
og mikið lík hljóðum þess íslenska prests séra Þorsteins,
sem áður hefði í Kaupinhafn verið; fékk svo Böðvar
lausan og lét hann síðan skemmta með söng og kveðling-
um í sínum hofgarði. 5. Eiríkur, var líka drengtetur. 6.
Guðrún, átti Jón Jónsson úr Rifgirðingum.
Sýnt er að í þessum póstum sækja ættartölubækurnar sumt
efni í sama stað en fara nokkuð hvor sinn veg. Um það bil
sjötíu ár eru milli ritunartíma ofanritaðra pósta. Það hefir
tekið þá feðga, Þorstein og Böðvar, um það bil eina öld að
ná hylli Danadrottningar í ættartölum, en ekki er mér kunn-
ugt um önnur rit en ættartölubókina úr Hvammi í Dölum er
greini að þeir hafi hlotið uppreisn æru fyrir söng sinn og
kveðlinga.
Jón Halldórsson prófastur í Hítardal (d. 1736) skrifaði af
kappi upp úr ættartöluritum í Prestaævir sínar sem enn
liggja óútgefnar í fjölda handrita á Handritadeild Lands-
bókasafns. Séra Jón í Hítardal getur ekki um predikun séra
Þorsteins í áheyrn drottningar, en tíundar vandræði hans í