Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 148
146
BREIÐFIRÐINGUR
þætti um presta í Skarðsstrandarþingum í Prestaævum (Lbs
175 4to). Segir þar að Þorsteinn hafi siglt fyrir hórdómsbarn-
eign með stúlku á ómagaaldri ,,og fékk restitutionem [þ.e.
uppreisn] af kónginum Kristjáni fjórða“ og að hann missti
aftur prestskap fyrir barneign, en „náðaðist þó aftur fyrir til-
styrk Daða bónda Bjarnasonar á Skarði og varð síðan
prestur á Skarðsströnd svo hann þjónaði bæði Staðarfells-
kirkju og Skarðsstrandarsóknum“.
í Skarðsárannál sem prentaður var í Hrappsey 1774-75,
m.a. eftir óvísum handritum frá séra Vigfúsi, syni Jóns prófasts
í Hítardal, er viðauki við árið 1610 merktur O.E.S. og er
sýnilega úr riti af ættartölukyni. Þar segir að séra Þorsteinn
Oddsson félli þrisvar í hórdóm og þarf, þegar hér er komið,
heila sögu um haugbrot þeirra séra Þorsteins og Jóns bróður
hans í Mókollshaug vestra til þess að skýra hversvegna þeir
féllu báðir í slysaleg kvennamál (Annálar 1400-1800 I, bls.
36-37; II, bls. 96-98). Hliðstæðar sögur um haugbrot eru
víða til, t.d. skrifaði séra Guðmundur Jónsson á Staðarstað
eina árið 1820 með líkum orðatiltækjum nafnlausra manna
við Kirkjuhólshól á Snæfellsnesi (Frásögur um fornaldarleif-
ar, Rvk. 1983, bls. 311). Guðmundur var rithöfundur og um
skeið skrifari Hannesar Finnssonar biskups, bróðursonar
séra Vigfúsar í Hítardal og má hver sem vill finna í sögu séra
Guðmundar slæðing úr óvísu handriti ættuðu úr Hítardal og
um leið þátt úr ævintýrum Þorsteins prests.
í Prestaævum nefnir Jón prófastur í Hítardal ekki Böðvar
kvæðindismann, son séra Þorsteins Oddssonar, en segir ein-
ungis um börn Þorsteins og Engilráðar án þess að nefna þau
nöfnum: „þeirra börn flest óráðvönd eður afmenni". Hvort
var hann Böðvar afmenni ellegar kvæðindismaður og söng-
maður svo mikill að hann hlaut náð fyrir óknytti úti á íslandi
og skemmti með söng og kveðlingum í hofgarði drottningar
Kristjáns fjórða? Handrit Landsbókasafns segja hann hafa
verið hvorttveggja. í íslenzkum æviskrám er Böðvar nefnd-
ur meðal barna séra Þorsteins sem upp komust og um þau
sagt: „urðu lítt að manni“ (V, bls. 223).