Breiðfirðingur - 01.04.1992, Síða 167
Á TINDI VALLAHNÚKS
165
geta valdið, og mynda skjól við sjóinn undir bröttum hlíðum
sínum, þótt stundum geti þessi háreista stormavörn brugðist
að nokkru, er fjallsperrubyljir brjóta sér leið norður um
skörðin og leitast við að rífa þök af híbýlum manna og bú-
smala með offorsi slíku, að flest verður undan að láta.
Oft áður hafði mig langað til að ganga á eitthvert þessara
fjalla, en aldrei orðið úr. Ávallt hafði ég látið annað ganga
fyrir. En nú á þessu fagra júlíkvöldi var mér ekkert að van-
búnaði. Að vísu var enginn sem ég þekkti tiltækur að fara
með mér. En það var engin frágangssök að fara einn. Og
fjallið sem varð fyrir valinu var Vallahnúkur (625 m. hár).
Hann stendur upp af miðri sveitinni, beint upp af Brim-
ilsvöllum, þar sem kona mín ólst upp.
Ég hafði áður hugleitt hvaða leið mundi hentugust til upp-
göngu. Ég þekkti ekkert til gönguleiða á þetta fjall. Brjóst-
vitið eitt varð hér að ráða. Ég hugði að auðveldast væri að
ganga frá Valavatni sem er í 277 m. hæð.
Ég lagði af stað kl. 11:30 um kvö'idið og ók upp að Vala-
vatni, sem er að norðanverðu í Fróðárheiði. Þar skildi ég
bílinn eftir. Munnmæli herma, að óvættur hafist þarna við,
vatnaskrímsli, og hafi menn stundum fyrr á tímum komist í
hann krappan í viðureign sinni við óvætt þennan. Valafelf
(347 m. hátt) stendur rétt hjá vatninu. Hvorutveggja örnefn-
in draga nafn af ókindinni, sem á að hafa hafst við í vatninu
og var kallaður Vali.
Ég gekk frá veginum, meðfram vatninu, og hafði með því
auga, hvort nokkur ókyrrð bærði þarna á sér, en sem betur
fór var hér allt með kyrrum kjörum. Hafi þessi óskemmtilegi
vatnabúi haft þarna aðsetur á liðnum, myrkum öldum þá er
vonandi, að hann eigi aldrei eftir að láta á sér kræla framar.
III.
A leið að Vatnadölum
Ég tók stefnuna beint á Vallahnúk. Leiðin reyndist allmiklu
lengri en ég hafði talið mér trú um, og torfærari. Heiðin er