Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 169
Á TINDI VALLAHNÚKS
167
legt yrði að verða fyrir meiðslum aleinn uppi á heiði langt frá
mönnum.
En áfram komst ég og engin óhöpp hentu. Þegar nálgaðist
fjallið varð leiðin greiðfærari. Lausagrjótið var að baki, en
við tóku mosavaxin börð og lautir, og voru þar smátjarnir
nokkrar. Heitir þar Vatnadalir, þótt dalmyndun sé hér engin
í raun. Hér eru yndislegir staðir, mjúkar graslautir og lygnar
tjarnir. Hér gat ég gengið áfram án þess að beita varúð við
hvert fótmál.
Nóttin var mild og björt. Ég naut þess að vera hér aleinn
í faðmi ósnortinnar náttúrunnar fjarri byggðum manna,
„því náttúran talar hér ein við sjálfa sig,
en sveina fæstir skilja hvað hún meinar,“
eins og Grímur Thomsen segir í einu ljóða sinna.
IV.
Poka leggst yfir
Og nú var ég kominn að fjallinu, áfangastað mínum, Valla-
hnúk. Ég settist niður um stund neðst í hlíðum fjallsins og
leit yfir þá leið, sem ég hafði farið. Fjöllin í vestri blöstu við
héðan í mikilleik sínum.
En nú var ekki eins bjart yfir og áður hafði verið. Það var
eins og allt væri að fyllast af þoku. Ekki barst hún að með
vindi, því algjört logn var sem fyrr. Það var eins og þokan
myndaðist af sjálfu sér úr engu, úr hreinu og tæru fjallaloft-
inu. Ekki leið á löngu, uns hún tók að byrgja útsýn til fjall-
anna í vestri. Og eins og hendi væri veifað huldi hún einnig
það svæði, sem ég var staddur á. Ég sat nú hér í svartaþoku
og sá ekki út úr augum. Þetta var ljóta uppátækið í veðrinu
að gera mér þessa skráveifu. Hvernig ætti ég nú að bregðast
við? Líklega yrði ég að snúa við og halda heim á leið.
Ég hafði sett á mig leiðina, sem ég hafði farið, eftir bestu
getu. Þó mundi hér vera villugjarnt í þoku og illt að villast
um heiðina fram og aftur.