Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 172
170
BREIÐFIRÐINGUR
óendanlega stórum um sig á alla vegu. Ég stóð þarna á háum
fjallstindi og horfði niður yfir þessa ljósgráu slæðu, sem
huldi algjörlega allt láglendi og öll þau fjöll sem lægst voru.
Ég giska á að þokuflókinn hafi náð upp í svo sem 500-550
metra hæð, en hvort hann náði alveg niður að sjávarfleti get
ég ekki sagt um. Líklega hefur svo ekki verið.
VII.
Fjallrisar gnæfa upp úr þokunni
Ákaflega var heillandi að horfa á þá fjallatinda, sem gnæfðu
eins og „risar á verði“ upp úr þessari ljósu móðu.
í austri mátti sjá efri hluta Kistufellsins, (sem er 725 m
hátt), en Höfðakúlurnar (507 m) voru huldar þokunni, og
nokkru sunnar bar við bláan himin efri hluta hins mikla berg-
risa Kaldnasa (sem er 985 m hár). Hér gnæfði hann hátt til
lofts með tindóttum brúnum og hvítum snjósköflum, sem
aldrei leysir að fullu í giljum og skorningum, þótt sumur séu
heit.
Kaldnasi er í raun vestasti tindur Helgrinda, fjallaklasans
mikla, sem ber höfuð og herðar yfir önnur fjöll, frá Grundar-
firði að sjá, nágrannabyggðinni austan þessara háu fjalla.
Allmiklu nær mátti sjá hrygginn á Svartbakafelli (745 m)
með dökkum standbergsklettum efst, allhrikalegum og brött-
um skriðum þar fyrir neðan.
Nær því í suðri og tiltölulega nálægt Vallahnúk reis upp úr
þokunni hnúkur sá er Korri heitir (716 m hár) og því í raun
allmiklu hærri en Vallahnúkur, þótt ekki virðist svo neðan úr
byggð að sjá.
í Korra er ákaflega úfinn kambur efst, sundurtættur að sjá
og virðist mjög óárennilegur til uppgöngu. Hann er eitt af
þeim fjöllum, sem til að sjá virðist algjörlega sneyddur öllum
gróðri, enda þakinn klungrum einum og skriðum.
Korri er móbergshnúkur myndaður undir jökli á ísaldar-
skeiði. Mun hann liggja á sömu sprungunni og Stagfellið, að
norðanverðu við Vallahnúkinn, og eru þessi tvö athyglis-
verðu fell líklega mynduð á svipuðum tíma.