Breiðfirðingur - 01.04.1992, Blaðsíða 173
Á TINDI VALLAHNÚKS
171
Fjallahringurinn í Fróðárhreppi séðurfrá Brimilsvöllum, Ijósmynd eftir mál-
verki. Vallahnúkur, Valladalur, Stagfell og Stag, Svartbakafell, Tungufell,
Kaldrani, Rauðskriðugil, Kistufell, Vallabœrinn, Kirkjan, Bakkabúð
(bærinn), Brimilsvellir, Bakkabær (bæjarrúst), Hjalli (bæjarrúst),
Holtstjörn.
Hægra megin við Korra og sunnar á heiðinni mátti sjá
kollinn á Steinahlíð, (sem er 666 m á hæð). Hann er ekki líkt
því eins úfinn og fyrrnefndi hnúkurinn og ekki eins óyndis-
legur til að sjá, enda myndaður af blágrýti og þá á eldri jarð-
sögulegum tíma, vafalaust á hlýskeiði.
En í vestri eða suðvestri gat svo að líta höfuðprýði snæ-
fellskra fjalla, hinn bratta Snæfellsjökul með þúfunum stóru
tveimur, sem héðan að sjá ber næstum hvora í aðra. Þetta
mikla eldfjall með jökulkrýndum kolli sínum stóð nú lang-
hæst upp úr þokuþykkninu óendanlega, enda er hæð hans
öllum öðrum fjöllum meiri á þessum slóðum, eða 1446
metrar.
Sjá mátti Sandkúlur (844 m) bera við jökulinn austan-
verðan og Geldingafell (824 m) norðan hans. En þessi fjöll
eru ekki mjög áberandi til að sjá, þrátt fyrir hæð sína, vegna
nálægðar fjallrisans, sem ber höfuð og herðar yfir þau.