Breiðfirðingur - 01.04.1992, Side 179
ÞJÓÐTRÚARSÖGUR AF SNÆFELLSNESI
177
Kristínu ömmu mína, móður mömmu, mun hafa grunað
að í kletti þessum byggi huldufólk. Hún lagði því á það ríka
áherslu við börnin sín, að þau væru ekki með neinn galsa
eða ólæti nálægt þessum kletti. Fóru þau eftir þeim fyrir-
mælum og léku sér lítt eða ekki á þessum stað.
Nú er það eitt sinn sem oftar, að börnin frá Örlygsstöðum
og Úlfarsfelli koma í heimsókn að Kársstöðum. Barst leikur-
inn að klettinum áðurnefnda, enda var þar í raun hið ákjós-
anlegasta leiksvæði. Var þarna glatt á hjalla, og voru þau
með galsa nokkurn og hávaða eins og barna er háttur.
En er þarna var komið, drógu þau sig nokkuð afsíðis, syst-
kinin frá Kársstöðum. Þau minntust aðvarana móður
minnar. En hin börnin héldu leik sínum áfram þarna. Svo
fóru þau upp á klettinn, sem er allbreiður að ofan, og fóru
að kasta steinum fram af honum niður í ána og þótti gaman
að sjá skvetturnar, sem af þeim komu, þegar þeir lentu í
vatninu. Varð af þessu mikil kátína.
Einhverjir drengjanna rifu upp stærri steina og létu þá
velta fram af brún klettsins ofan í ána.
Þá vildi svo ólánlega til að eitt barnið valt ofan af klett-
inum og varð fyrir einhverjum meiðslum, þó ekki alvarleg-
um. Hér varð því skjótur endi bundinn á leik og ærsli þess-
ara glöðu barna.
Nóttina eftir dreymdi ömmu mína, Kristínu Sigurðardótt-
ur að til hennar kæmi huldukona. Var hún sár á svip og reiði-
leg í meira Iagi. Hún talaði til ömmu á þessa leið:
„í dag voru börn úr nágrenni þínu að leika sér hjá bænum
mínum og uppi á honum. Þau voru með hávaða og ólæti.
Þau hentu steinum í allar áttir svo að hætta stafaði af og þau
veltu líka grjóti niður í ána. Eitt af þessum börnum varð
fyrir smávegis óhappi fyrir mitt tilstilli án þess þó að skaða
sig að ráði. Sem betur fer tóku þín börn ekki þátt í þessum
leik og fyrir það er ég þér þakklát, því að þú hefur aðvarað
þau. Nú hefur alltaf verið góð vinátta milli heimila okkar.
Fyrir þessa vináttu frá þinni hálfu vil ég nú launa lítillega
með því, sem ég kem hér með í poka mínum.“