Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 180
178
BREIÐFIRÐINGUR
Huldukonan rétti fram poka allstóran. Og er amma mín
leit í hann, sá hún, að í honum voru margir sviðnir kinda-
hausar. Konan hvarf, og amma vaknaði af draumi sínum.
En reyndar voru hér engir sviðahausar sjáanlegir.
Eftir þetta mun aldrei hafa komið fyrir í búskapartíð
ömmu minnar, að nein ærsl væru höfð í frammi við álfaklett
þann sem nú var af sagt, enda mun hún hafa gætt þess eftir
föngum að svo væri ekki gert.
Annars mun klettur sá, sem kom við framangreinda frá-
sögn ekki hafa verið sá eini byggður huldufólki í grennd við
Kársstaði á þessum árum og sagði móðir mín mér frá öðru
atviki, sem einnig gerðist í æsku hennar.
2.
„Breiddu ekki ullina fyrir gluggann minn“
Verið var að þvo ull úti við læk. Þarna var klettur nokkur við
lækinn og var ullin breidd þar, enda þerrir góður og sólskin.
Um nóttina dreymdi móður hennar, Kristínu Sigurðar-
dóttur, að til sín kæmi álfkona með nokkru fasi. Hún sagði
við hana: „Breiddu ekki ullina fyrir gluggann minn. Það
verður svo dimmt í baðstofunni minni.“
Morguninn eftir fór Kristín snemma út að læknum og tók
alla ullina af klettinum en breiddi hana að nýju á smáklappir
sem þarna voru rétt hjá. Hún ætlaði sannarlega ekki að
verða álfkonunni á þessum stað til ama.
Ekki varð Kristín hennar vör eftir þetta.
Þessar sögur báðar sagði mér móðir mín, er hún var
komin á elliár, og held ég, að ég fari nokkurnveginn rétt
með efni þeirra, þótt orðalag mitt og frásagnarháttur muni
að vísu annar vera en hennar eigin.
3.
Strokkhljóðið í klöppunum við bæinn í Tungukoti
í Tungukoti í Fróðárhreppi átti ég heima hjá foreldrum
mínum, þar til ég var sjö ára gömul. Neðan við túnið skipt-