Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 9
Margrét Sigtryggsdóttir
Þegar ég fermdist
Ég fermdist þann 4. júní árið 1939 eða fyrir 60 árum í Hjarð-
arholtskirkju í Dölum. Presturinn sem fenndi okkur var séra
Olafur Olafsson á Kvennabrekku, þjónaði hann Suðurdalaþing-
um frá 1928-52.
Nafn mitt er Margrét Sigtryggsdóttir, dóttir Guðrúnar Sigur-
björnsdóttur og Sigtryggs Jónssonar Hrappsstöðum, sem þar
bjuggu um fjörutíu ára skeið.
Hjarðarholtskirkja í Dölum er hið fegursta guðshús. Hún
var vígð fyrsta sunnudag í jólaföstu árið 1904 sem þá bar upp
á 27. nóvember. Arkitekt var brautryðjandinn Rögnvaldur Olafs-
son og var hún prófstykki hans. Kirkjan heyrir nú undir húsa-
friðunamefnd og er umgengni og viðhald hennar til mikils
sóma, enda er hún stolt sveitarinnar.
Við vorum fjögur sem fermdumst þennan dag. Það voru
Olafur Guðbrandsson Kambsnesi nú í Reykjavík, Sigurður Jóns-
son Sámstöðum nú á Húsavík, Guðbjörg Sigurðardóttir Gröf býr
hún þar enn og ég í Kópavogi.
Fermingarundirbúningur stóð nú ekki lengi yfir, séra Olafur
kom að Hjarðarholti messaði talaði við okkur inni í stofu, setti
okkur fyrir að læra ákveðna sálma og hvað við ættum helst að
muna úr ritningunni. Svo áttum við að koma að Kvenna-
brekku til spurninga í vikutíma í maí. Presturinn var einhleyp-
ur svo hjónin sem bjuggu á jörðinni tóku á móti okkur, og við
sem áttum lengst heim fengum að gista þar eða á næstu bæj-
um. Ekki var mjög minnisstæð þessi dvöl, nema okkur leið
mjög vel. Presturinn var ljúfur og þægilegur við okkur. En
hann kallaði drengina alltaf upp á undan okkur stúlkunum og