Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 13
ÞEGAR ÉG FERMDIST
11
§ n n t í e g
ú fetrmtrigaróctgmtt
Ó, elsku barn, lát Guð þig geyma,
svo grandað neitt ei fái þér.
Hans ást og náð skalt ávalt geyma, |
þvl orð hans þrek og krafta lér-
Hann bezt úr öllu bæta kann
Eitt affermingarkortum Margrétar.
nýja hnakkinn minn á hestinn. Læknishúsið var vestast í pláss-
inu í Búðardal og fór ég á hestinum gegnum þorpið. Þá kemur
maður út í eldhúsgluggann hjá sér og kallar: „Er eitthvað hjá
ykkur, Magga mín?“ „Nei, það er ekkert að“, svara ég, mér
fannst ekkert vera að, sólin skein og lognkyrr fjörðurinn glamp-
aði. Á heimleiðinni fór ég efri leiðina til að vekja ekki eftirtekt
og þar tók Bleikur til kostanna. Elísabet fékk meðulin sín og
hresstist. En hún segir við mömmu: „Eg vil komast heim, það
er nóg fyrir telpuna að hugsa um afa sinn, þó ég bætist ekki
við.“
Mér var ljúft að hugsa um afa minn, þó hann væri lasburða,
mér þótti svo vænt um hann.
Tvennt var það sem gekk brösulega það var útvarpið; ná
sambandi, taka veðrið og ná fréttunum en það var ekki lesið
oft eins og nú til dags. Jón Eyþórsson með sína ágætu rödd
var stundum kominn til Norðurlands, en það gerði bara ekkert
til þetta sumar var svo gott veður alltaf, að mig minnir. Svo
var það eldavélin, stundum logaði ekki hjá mér, stundum of
mikið, þá kæfi ég eldinn, var svo eldhrædd. „Þú verður aldrei