Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
vinsæl ef þú getur ekki haldið við eldinum" var sagt við mig
og það leiddist mér en mér finnst það ekki hafa farið eftir.
Kvöldið 1. september var í fréttum að Hitler hefði hætt öll-
um samningaviðræðum um friðsamlegar lausnir á deilu um
Danzig og pólska hliðið. 2. september sendi hann þýska her-
inn inn í Pólland og loftárásir á pólska bæi og borgir. 3. sept-
ember sögðu Bretar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur.
Heimstyrjöld var hafin, hræðilegt að hlusta þetta kvöld.
Um kvöldið kom í ljós að litla ráðskonan hafði gleymt að
hleypa skyrið, mjólkin orðin of köld. Er það nema von. Má
ekki gefa kálfinum hana?
Á heimili foreldra minna var mikið um gestakomur og var
mönnum tíðrætt um þessa atburði og fannst mikið til um. Ein-
hver sagði: „Eg held þeir geti ekki unnið þetta“, þ.e.a.s. Þjóð-
verjar. „Það er ómögulegt að segja, þeir standa hiklaust að
baki foringja sínum. Enginn veit hvað þeir kunna og geta og
ekki skyldi vanmeta þýskan dugnað og snilli.“ Þannig var rætt
í Dölunum á þeim tíma.
Þann 7. október fæddi tvíburamamman Ingibjörg Arnórs-
dóttir, sem áður er getið, yndisfagra tvíbura og allt gekk vel.
Þau heita Auður og Þorsteinn Sæmundarbörn.
Ég bið þeim bömum sem eru að fermast í vor, blessunar
guðs, og megi þau eiga jafn yndislegar endurminningar um ferm-
ingardaginn sinn og ég.
Svo bið ég eins og þegar stríðið var að skella á „Hlífi þér
ættjörð guð í sinni mildi“. Það var mér þá til hugarhægðar, þó
svo það hafi nú ekki breytt gangi heimsmálanna.