Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 19
SKARÐSRÉTT
17
Úr Skarðsrétt. Myndin tekin 1951-1952. Frá v. greinarhöfundur Finnur Kr.
Finnsson, Guðmundur Hólm bóndi Krossi, Eggert Olafsson bóndi Skarði II,
Svanhildur Valdimarsdóttir A, Gunnar Valdimarsson Hnúki, Elinborg Boga-
dóttir Skarði, Halldór E. Sigurðsson bóndi Staðarfelli, seinna alþm. og ráð-
herra, Gestur Sólbjartsson bóndi í Hrappsey áður í Bjarneyjum og Kristinn
Indriðason réttarstjóri Skarði. Ljósm. Trausti Bjarnason.
um fjörðinn. Þá leiddist einum Bjarneyingnum þófið og lagði í
hann þótt aðrir teldu ófært, en Valdimar Stefánsson var alvan-
ur sjómaður og þekkti Breiðafjörðinn vel og allt gekk vel hjá
honum heim til Bjameyja. Hinir komust svo fljótlega eftir það
heim þegar garðurinn gekk niður.
En ég ætlaði að segja meira frá Skarðsrétt. Eins og áður
sagði voru fyrstu réttir oftast mánudaginn í tuttugustu og ann-
arri viku sumars. í ferðabók Eggerts og Bjama er sagt að Dala-
menn séu hávaðasamir og drykkfelldir. Ekki veit ég hvort þeir
félagar hafa komið á Skarðsströndina, en það er ekkert leynd-
armál að Bakkus var blótaður ótæpilega við Skarðsrétt. Allir
sem á annað borð brögðuðu áfengi fengu sér á réttarpelann.
Kannski eina skiptið á árinu sem sumir notuðu áfengi, en svo
voru auðvitað margir sem ekki notuðu áfengi. Ekki man ég nú