Breiðfirðingur - 01.04.1999, Page 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
eftir neinum verulegum illindum en stundum var rifist all
hraustlega og svipuskafti kanski slegið niður í grind svo í sund-
ur hrökk ef menn töldu sig þurfa að leggja áherslu á orð sín.
Til Skarðsréttar smöluðu tveir hópar fjallleitarmanna, þeir
sem smöluðu Villingadal og Norður og Suðurfjall og hinn
hópurinn sem smalaði Búðardal og Hvarfsdal. Alltaf var lagt
af stað eldsnemma að morgni í svarta myrkri til þess að dagur-
inn nýttist sem best. Bjami Jónsson bóndi á A var fjallkóngur
á Villingadal og Þorsteinn Karlsson bóndi í Búðardal fjall-
kóngur á Búðardal.
Upp úr hádegi fer að sjást til ferða fólks sem allt stefnir að
Skarðsrétt, flestir eru ríðandi. Á þeim tíma var ekki um önnur
farartæki að ræða. Aðrir koma gangandi frá bæjum sem næstir
eru réttinni. Safnið af Villingadal kemur venjulega ekki til
réttar fyrr en eftir miðjan dag, Búðardalsmenn koma alltaf dá-
lítið seinna.
Um svipað leyti og safnið af Villingadal er að renna til rétt-
ar sést til margra manna koma ríðandi inn Skógargötur, þar
eru Klofningar á ferð og fara greitt. I Klofningshreppi eru
mjög stuttar göngur og þar hraða menn sundurdrætti og leggja
síðan á betri hestana og ríða til Skarðsréttar, því þar er fjörið.
Þeir eru flestir vel ríðandi, fremstir fara Sigurjón á Sveinsstöð-
um og Ingimundur á Stakkabergi venjulega með tvo og þrjá til
reiðar báðir. Sigurjón tekur til kostanna upp melinn að rétt-
inni.
Þar er Jóhannes á Hnúki og ríður hvítum hesti fallegum,
Pétur í Dagverðamesi ríður brúnum stólpagrip og teymir hvít-
an og hefur krosslagt taumana á þeim brúna. Þessir fjórir eru
minnisstæðastir því voru áberandi best ríðandi, síðan koma
þeir margir fleiri undan Klofningi. Á þessum tíma voru margir
vel ríðandi við Skarðsrétt, má þar nefna Hvalgrafafeðga þá
Brynjúlf og Gísla, þeir áttu góða hesta og Ragnheiður á Hval-
gröfum kom alltaf ríðandi í réttirnar og reið í söðli. Eg held að
hún hafi verið síðasta konan sem reið í söðli á Skarðsströnd-
inni. Bjarni á Á átti einnig góða hesta. Upp götuna hjá tjörn-
inni koma tveir menn ríðandi og fara rólega. Þar eru á ferð