Breiðfirðingur - 01.04.1999, Blaðsíða 24
Guðfinna Ragnarsdóttir
Hátíðarræða
flutt á 60 ára afmæli Breiðfirðingafélagsins
17. nóvember 1998
Það er undarlegt að vera Breiðfirðingur án þess að hafa fæðst
við fjörðinn breiða. Undarlegt að vera Breiðfirðingur án þess
að lítill fótur hafi markað spor í fjörusandinn, eða hlaupið um
heiðar og dali, mýrar og móa þessa undurfagra svæðis. Það er
undarlegt að vera Breiðfirðingur án þess að hafa heyrt hríðina
bylja á glugga eða beðið eftir sólinni birtast sem mjó rönd á
fjallsbrúninni eftir mánaða fjarveru. Það er undarlegt að vera
Breiðfirðingur án þess að hafa ýtt bát úr vör, heyrt æðarfugl-
inn úa og selinn móka á skeri. Já, það er undarlegt að vera
Breiðfirðingur án minninga bemskunnar.
En samt er Breiðafjörðurinn minn. Hann er vettvangur minn-
inga móður minnar og móðursystkina, afa míns og ömmu, lang-
afa og langömmu, langalangafa og langalangömmu... Kynslóð
eftir kynslóð hafa forfeður mínir byggt Breiðafjörðinn, eyjar og
dali, annes og heiðar. Það er sama hvert litið er í ætt Sigurbjarg-
ar ömmu minnar Guðbrandsdóttur, hún umvefur Breiðafjörðinn
og þræðir hverja eyju og sker, hvem dal og daladrög.
Úr grámóðu aldanna rísa forfeður mínir einn af öðrum; Þor-
móður galdrameistari í Gvendareyjum, Illugi Brandsson í Arn-
ey, Brandur eldri Sveinsson í Skáleyjum og Narfi Pétursson í
Fagurey, allir upp á sitt besta um aldamótin 1700. Og svo birt-
ast þeir hver af öðrum Ormur í Þormóðsey, Bjami á Saurhóli,
Salbjörg í Purkey, Guðlaug í Arney, Jón á Narfeyri og Bryn-
hildur í Klettakoti. Já, hér hríslast rætur mínar um vík og voga,