Breiðfirðingur - 01.04.1999, Síða 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
Þorvaldur Thoroddsen.
Búðum, að Stapa, í Ólafsvík, í Grundarfirði og í Stykkishólmi,
en Rif og Kumbaravogur, skarnmt frá Stykkishólmi, hafi ný-
lega verið lagðar niður.16 í Sýslu- og sóknarlýsingum Snæ-
fellsnessýslu frá því um 1840 segir að á Stapa og Hellnum sé
„sjávarútvegurinn" aðallega stundaður, en „fyrir utan Jökul er
það næstum jafnt af hvorutveggja, landi og sjó.“17 I Nesþing-
um (Hellissandur, Ólafsvík) eru „fiskirí“ og kvikfjárrækt höf-
uðbjargræðisvegirnir. „Þó er fiskirí hinn arðsamasti og er mest
stundaður“.18 í Setbergssókn er mest rækt lögð við sjávarafla,
sem þó gefur oftast af sér lítinn arð.19
Þetta var lýsing á atvinnuháttum við sjóinn frá tveimur aðil-
um, þeim Eggerti og Bjama sem voru lærðir menn hvor á sínu
sviði, og svo af starfandi sóknarprestum, tæpri öld síðar. Þor-
valdur Thoroddsen (1855-1921) var á ferð hálfri öld eftir að
Sýslu- og sóknarlýsingin var gerð eða 1890, og sitthvað virð-
ist hafa breyst eftir hans lýsingum að dæma, og það ekki til
batnaðar. Viðhorf Eggerts og Bjarna eru þau að fiskveiðarnar
séu ekki stundaðar af miklum þrótti og á fremur veikbyggðum
bátum, og við slæmar aðstæður. í sóknarlýsingunni kemur
einungis fram það viðhorf hvort fiskveiðarnar séu hinn „arð-
samasti“ atvinnuvegur og stundaðar þess vegna, eða hvort
hann gefur „lítinn arð“.